fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

The Sun segir Íslendinga vera brjálaða – „Ísland er sjóðandi“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 30. ágúst 2020 20:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðillinn The Sun á Englandi segja Íslendinga vera brjálaða vegna ákvörðunnar Gylfa Þórs Sigurðssonar og Jóhanns Berg Guðmundssonar um að spila ekki í landsleiknum gegn Englandi um næstu helgi.

„Ísland er sjóðandi reitt,“ segir í upphafi fréttar The Sun um málið. Flestir lykilmenn Íslands mæta ekki til leiks þegar liðið mætir Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni. Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson mæta ekki til leiks. Ástæðan er misjöfn en Jóhann Berg og Alfreð hafa verið meiðslum hrjáðir síðustu ár. Þá er Ragnar Sigurðsson meiddur þessa stundina en er að koma til baka.

The Sun greinir frá því sem Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, sagði á blaðamannafundinum fyrir leikinn sem haldinn var á föstudaginn. Þar útskýrði Hamren hvers vegna þessir leikmenn eru ekki í hópnum. „Þetta var skrýtin staða fyrir alla, þetta eru leikmenn á mismunandi aldri og mismunandi reynslu. Það eru ekki allir þarna sem ég vildi fá, það voru ekki allir í boði,“ sagði Hamren.

„Alfreð, Jóhann Berg og Gylfi völdu að mæta ekki, þeir hafa verið heiðarlegir við mig hvernig staðan er í þeirra félögum og ástæðu þess að þeir tóku þessa sorglegu ákvörðun. Þeir vilja spila fyrir Ísland og líður ekki vel með þessa ákvörðun, ég er ekki sáttur með þetta en ég verð að taka þessu. Ég neyði leikmenn ekki til að koma og spila, við munum sakna þessara leikmanna. Ég átti ekki von á þessu.“

Hamren vildi ekki ræða ástæður sem leikmenn gáfu upp. ,,Ef ég sé það með þeirra augum þá skil ég þetta, ég ef með gleraugu liðsins,  þá er ég ekki sáttur með þessa ákvörðun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stubbur framlengir við KA

Stubbur framlengir við KA
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm
433Sport
Í gær

Eftirmaður Heimis sagði upp beint eftir leik – Útskýrir ákvörðun sína

Eftirmaður Heimis sagði upp beint eftir leik – Útskýrir ákvörðun sína
433Sport
Í gær

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo