fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Segir Samherja hafa hrækt á sig – „Hann er 32 ára gamall faðir. Þetta er bara fáránlegt rugl“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 30. júlí 2020 10:59

Hrafnagilsvöllur / Skjáskot: YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Leikmaður Samherja hrækir á okkar leikmann og dómari dæmir ekkert. Stay classy  fjórða deild,“ skrifaði Guðjón Gíslason, forráðamaður í liðsstjórn Skallagríms, á Twitter-síðu sína eftir leik liðsins gegn Samherjum.

Sinisa Pavlica, sem þjálfar Samherja, er ósáttur við ásökun Guðjóns um að Samherji hafi hrækt á leikmann Skallagríms. Þetta er ekki rétt, þetta er bara kjaftæði,“ sagði Sinisa í samtali við Fótbolta.net í morgun. „Ef það er hrækt á einhvern þá færi viðkomandi til dómara strax og sýndi honum hrákann en myndi ekki bíða og fara á Twitter eftir leik.“

Þá segir Sinisa einnig að Samherjinn sem sakaður er um athæfið myndi aldrei gera neitt því líkt. „Sá sem er sakaður um þetta er síðasti maðurinn til að gera svona. Hann er 32 ára gamall faðir. Þetta er bara fáránlegt rugl. Ég talaði við dómarann í morgun og hann heyrði ekkert frá Skallagrími um þetta atvik.“

Sinisa segist einnig hafa brýnt fyrir strákunum að passa sig vegna COVID-19. „Ég bað meira að segja markmanninn minn að hrækja ekki í hanskana sína til að minnka smithættu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það
433Sport
Í gær

Kjartan rýndi í gengi Arnars – „Ef maður er bara brútal“

Kjartan rýndi í gengi Arnars – „Ef maður er bara brútal“
433Sport
Í gær

Stendur fastur á sínu – Endurkoma Messi ómöguleg

Stendur fastur á sínu – Endurkoma Messi ómöguleg
433Sport
Í gær

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“
433Sport
Í gær

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“
433Sport
Í gær

Donni verður aðstoðarmaður Davíðs Smára

Donni verður aðstoðarmaður Davíðs Smára