fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Mjólkurbikarinn: Stjarnan og Fram komust áfram – Vítaspyrnukeppni í Safamýrinni

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 30. júlí 2020 22:25

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson, Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

16-liða úrslit Mjólkurbikarsins fóru fram í kvöld. Engir áhorfendur voru á völlunum vegna nýrra sóttvarnarráðstafanna. Víkingur tók á móti Stjörnunni en Fram bauð Fylkismönnum í Safamýrina. Hér fyrir neðan má sjá úrslitin úr þessum leikjum.

Víkingur 1-2 Stjarnan

Fyrsta mark leiksins kom á fyrstu mínútunni en það var Emil Atlason sem skoraði markið og kom Stjörnumönnum yfir. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik en snemma í þeim seinni náði Hilmar Árni Halldórsson að auka forystu Stjörnunnar með marki eftir skyndisókn. Stuttu seinna náðu Víkingar að minnka muninn með marki sem Nikolaj Hansen skoraði eftir stoðsendingu frá Kára Árnasyni. Fleiri urðu mörkin þó ekki og endaði leikurinn því með 1-2 sigri Stjörnunnar sem er nú komin í 8-liða úrslit.

Fram 1-1 Fylkir (4-3 í vítaspyrnukeppni)

Fylkir náði að komast yfir í lok fyrri hálfleiks en það var Þórður Gunnar Hafþórsson sem skoraði markið fyrir Fylkismenn. Fram fékk víti á 65. mínútu en Þórir Guðjónsson náði ekki að nýta vítið. Á 72. mínútu fékk Arnór Borg Guðjohnsen, leikmaður Fylkis seinna gula spjaldið sitt og uppskar því rauða spjaldið. Fylkir léku því manni færi en allt virtist sem Fylkir næði að sigla þessu heim. Þangað til á lokamínútunni. Þá skoraði Fred Saraiva fyrir Fram og jafnaði metin og fór leikurinn í framlengingu.

Hvorugt liðanna náði að skora í framlengingunni og endaði leikurinn því á vítaspyrnukeppni. Þar var staðan jöfn eftir fyrstu 8 spyrnurnar en Ásgeir Eyþórsson, leikmaður fylkis skaut sinni spyrnu yfir markið og Fred Saraiva skoraði síðan fyrir Framara og tryggði þeim sigur í leiknum. Fram komst því áfram og mun leika 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi