fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Pepsi Max-deildin: Fyrsti sigur Blika síðan í júní – Stuðningsmaður Blika vann góða upphæð

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 26. júlí 2020 21:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik tók á móti ÍA í Kópavoginum í dag. Fyrir leikinn hafði Breiðablik ekki unnið leik síðan í júní.

Svo virðist vera sem Blikarnir hafi verið þreyttir á því að sigra ekki leiki þar sem þeir mættu heldur betur af fullum krafti í leikinn. Alexander Helgi Sigurðarson kom Blikum yfir eftir 11 mínútur og einungis sex mínútum síðar skoraði Kristinn Steindórsson og kom Breiðablik í tveggja marka forystu. Á 37. mínútu skoraði Thomas Mikkelsen þriðja mark Blika og aðeins tveim mínútum síðar skoraði Kristinn aftur og kom Breiðablik í 4-0. Rétt fyrir hlé fékk ÍA vítaspyrnu sem Tryggvi Haraldsson skoraði úr og var staðan í hálfleik 4-1.

Snemma í seinni hálfleik náði Hlynur Jónsson að minnka muninn fyrir Skagamenn en það dugði skammt því stuttu eftir markið fékk Breiðablik víti sem Thomas Mikkelsen skoraði úr. Þrem mínútum eftir það náði Viktor Jónsson hins vegar að minnka muninn aftur fyrir Skagamenn en mörkin urðu ekki fleiri. Lokaniðurstaða því 5-3 fyrir Breiðablik sem eru án efa sáttir með fyrsta sigurinn í langan tíma.

Þá eru það ekki bara leikmenn Breiðabliks sem eru sáttir þessa stundina en Egill Einarsson, stuðningsmaður Blika sem einnig þekktur er sem Gillz, er vafalaust sáttur með sitt lið. Egill lagði tæpar 100 þúsund krónur undir á að Breiðablik myndi vinna leikinn með meira en einu marki. Það gerðist og fékk Egill því tvöfalda upphæðina til baka.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton