fbpx
Sunnudagur 09.ágúst 2020
433Sport

Sveindís skoraði þrennu er Breiðablik rústaði Val

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 21. júlí 2020 21:45

Elín Metta hefur verið iðin við markaskorun í sumar. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórleikur var á dagskrá í efstu deild kvenna í knattspyrnu í kvöld þar sem Breiðablik tekur á móti Val. Fyrir leikinn voru ríkjandi Íslandsmeistarar Vals voru með 16 stig eftir sex leiki. Breiðablik voru með 12 stig eftir fjóra leiki. Leikir þessara liða enduðu báðir með jafntefli á síðustu leiktíð.

„Þetta verður ágætis prófraun fyrir bæði lið. Ég held að flestir séu búnir að sjá það fyrir að þessi lið komi til með að berjast um titilinn,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu, í samtali við DV í dag fyrir leikinn.

Breiðablikskonur voru mun sterkari í kvöld en markalaust var þó í fyrri hálfleik. Breiðablik voru fljótar að brjóta ísinn þegar seinni hálfleikur hófst en Sveindís Jónsdóttir kom Blikunum yfir þegar ein mínúta var liðin af seinni hálfleik. Sveindís var síðan fljót að setja annað mark í net Valsara en einungis einni mínútu eftir fyrsta markið skoraði hún annað mark. Ljóst var að Sveindís var ekki orðin södd því á 77. mínútu kom hún Breiðablik í 3-0.  Tíu mínútum síðar skoraði Berglind Þorvaldsdóttir fjórða mark Blika í kvöld og endaði leikurinn 4-0 fyrir Breiðablik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Í gær

Einar Jónsson látinn – „Hans verður sárt saknað og við mun­um minn­ast hans um ókomna tíð“

Einar Jónsson látinn – „Hans verður sárt saknað og við mun­um minn­ast hans um ókomna tíð“
433Sport
Fyrir 2 dögum

KR missir leikmann – „Það er slæmt að missa hann“

KR missir leikmann – „Það er slæmt að missa hann“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Logi opinberar hvers vegna Ólafur fer ekki í FH – Líkir honum við Ronaldo

Logi opinberar hvers vegna Ólafur fer ekki í FH – Líkir honum við Ronaldo
433Sport
Fyrir 3 dögum

Manchester City fær Aké til sín – Afar hár verðmiði

Manchester City fær Aké til sín – Afar hár verðmiði
433Sport
Fyrir 4 dögum

Knattspyrnumaður reyndi að kyssa stelpu – „Þetta er ekki að fara á Instagram“

Knattspyrnumaður reyndi að kyssa stelpu – „Þetta er ekki að fara á Instagram“
433Sport
Fyrir 4 dögum

Kristján ósáttur með aðgerðirnar – „Drullastu í gang Þórólfur!“

Kristján ósáttur með aðgerðirnar – „Drullastu í gang Þórólfur!“