fbpx
Sunnudagur 16.maí 2021
433Sport

Sveindís skoraði þrennu er Breiðablik rústaði Val

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 21. júlí 2020 21:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórleikur var á dagskrá í efstu deild kvenna í knattspyrnu í kvöld þar sem Breiðablik tekur á móti Val. Fyrir leikinn voru ríkjandi Íslandsmeistarar Vals voru með 16 stig eftir sex leiki. Breiðablik voru með 12 stig eftir fjóra leiki. Leikir þessara liða enduðu báðir með jafntefli á síðustu leiktíð.

„Þetta verður ágætis prófraun fyrir bæði lið. Ég held að flestir séu búnir að sjá það fyrir að þessi lið komi til með að berjast um titilinn,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu, í samtali við DV í dag fyrir leikinn.

Breiðablikskonur voru mun sterkari í kvöld en markalaust var þó í fyrri hálfleik. Breiðablik voru fljótar að brjóta ísinn þegar seinni hálfleikur hófst en Sveindís Jónsdóttir kom Blikunum yfir þegar ein mínúta var liðin af seinni hálfleik. Sveindís var síðan fljót að setja annað mark í net Valsara en einungis einni mínútu eftir fyrsta markið skoraði hún annað mark. Ljóst var að Sveindís var ekki orðin södd því á 77. mínútu kom hún Breiðablik í 3-0.  Tíu mínútum síðar skoraði Berglind Þorvaldsdóttir fjórða mark Blika í kvöld og endaði leikurinn 4-0 fyrir Breiðablik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sancho aldrei verið bjartsýnni á að klára félagaskiptin

Sancho aldrei verið bjartsýnni á að klára félagaskiptin
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Southampton vann falllið Fulham

Southampton vann falllið Fulham
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Íslendingurinn sem allir í Danmörku þekkja – ,,Elskaður, hataður, aldrei hundsaður“

Íslendingurinn sem allir í Danmörku þekkja – ,,Elskaður, hataður, aldrei hundsaður“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar Sveinn fullyrðir að talað sé niður til kvenna um allt land

Arnar Sveinn fullyrðir að talað sé niður til kvenna um allt land
433Sport
Í gær

Lengjudeild karla: Fram fór til Eyja og vann tíu leikmenn ÍBV

Lengjudeild karla: Fram fór til Eyja og vann tíu leikmenn ÍBV
433Sport
Í gær

Man Utd ætlar að bjóða í Varane í sumar

Man Utd ætlar að bjóða í Varane í sumar