fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Segir að gullkista hafi beðið eftir Veigari þegar hann fór yfir hraunið

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. júní 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veigar Páll Gunnarsson fékk samning lífs síns þegar hann ákvað að fara frá Stjörnunni og ganga í raðir FH fyrir tímabilið 2017. Þetta kemur fram í hlaðvarpsþætti Hjörvars Hafliðasonar þar sem hann ræðir við Rúnar Pál Sigmundsson þjálfara Stjörnunnar.

Rúnar hefur lengi verið við stýrið í Garðabæ, liðið varð Íslandsmeistari árið 2014 og bikarmeistari árið 2018 undir hans stjórn. Rúnar hefur þurft að taka margar erfiðar ákvarðanir og ein af þeim var að losa sig við Veigar Pál.

„Veigar Páll. Átti hann mikið eftir? Nei. Hann fór í FH og fékk samning lífs síns þar á þessum aldri,“ sagði Rúnar Páll um þá ákvörðun að láta Veigar fara. Ákvörðunin þótti umdeild enda Veigar einn dáðasti sonur Garðabæjar í fótboltanum. Skrefið yfir hraunið á milli Garðabæjar og Hafnarfjarðar var því eðlilegt fyrir alla aðila að mati Rúnars.

„Þetta var komið fínt hjá honum og hann stóð sig vel fyrir okkur. Ég var algjörlega heiðarlegur við bæði Garðar og Veigar. Við töluðum íslensku og ekkert vesen og síðan fær Veigar mjög góðan samning hjá FH. Frábært hjá honum en hann fer svo í Víking og það fjaraði svo út. Var það rétt ákvörðun hjá mér? Já, ég vil meina það.“

Veigar lék hálft tímabil með FH áður en hann var lánaður til Víkings og lagði svo skóna á hilluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton