fbpx
Miðvikudagur 12.ágúst 2020
433Sport

Björn Steinbekk var byrjaður að plana sjálfsvíg: „Ég var mest hataðasti maður Íslands“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. júní 2020 10:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það munar margir eftir því atviki frá Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016 þegar fjöldi Íslendinga var svikið um miða á leikinn gegn Frakklandi í átta liða úrslitum. Björn Steinbekk hafði lofað því að redda 456 manns miða á leikinn. Fólkið var komið til Parísar og ætlaði að sjá Ísland mæta Frakklandi í átta liða úrslitum á stórmóti.

„Svo virðist sem nokkur hundruð Íslendingar á Fan Zone í París séu að leita að Birni Steinbekk, eiganda Sónar Reykjavík, en hann hafði milligöngu um að útvega fólki miða á leik Íslands og Frakklands, sem hefst eftir hálfan annan tíma,“ segir í frétt DV frá 2016.

Björn átti að fá miðana í París en fékk þá ekki í hendurnar og gat ekki staðið við gerða samninga. Hann reyndi að bjarga málunum en tókst ekki að redda öllum miða á leikinn. Mikil reiði skapaðist í kringum atvikið.

Björn kveðst hafa upplifað sig sem hataðasta mann Íslands eftir atvikið og ræðir það við Sölva Tryggvason í hlaðvarpi hans. „Ég var mest hataðasti maður Íslands, ég gerð upp á bak. Ofboðslega mikið af fólki varð fyrir vonbrigðum. Fólk sem að trúði á mig og treysti mér. Ég kom mér í þessar aðstæður, ég hef aldrei verið fyrir mikið fyrir fjölmiðla þá hef ég viljað gera hluti sem vekja eftirtekt,“ sagði Björn í viðtalinu.

Hann ætlaði að taka eigið líf vegna þess að hann átti erfitt með að horfast í augu við það að hafa svikið fólk. „Ég hef farið inn á geðdeild og beðið um hjálp tvisvar sinnum, í seinna skiptið ætlaði ég að drepa mig og það eru bara fjögur ár síðan.“

Mikil reiði var á meðal þeirra Íslendinga sem höfðu borgað háar fjárhæðir fyrir flug og hótel til að komast á leikinn og miðinn var ekki ódýr. „Ég var kominn í aðstæður þar sem ég brást fólki, skiljanlega var fólk ofboðslega reitt. Ég hugsa um þetta á hverjum degi, dreymir þetta. Ég sé fólkið toga í mig og konuna mína, ég meina börnin mín voru þarna. Fólk veit það ekki, þau voru á leiknum. Þau urðu vitni að þessu, sex og tíu ára. Ég meina hvaða maður kemur með börnin sín á fótboltaleik ef hann ætlar að svíkja 456 manns.“

„Ég brást, ég hef aldrei reynt að koma mér undan þeirri ábyrgð. Ég réð ekki við aðstæðurnar, besti vinur minn sveik mig. Ömurlegt gegn öllu því fólki sem ég sveik.“

Í nóvember þetta sama ár fór Björn að íhuga að taka eigið líf og skrifaði kveðjubréf. „Ég var búinn að plana að drepa mig, ég endaði inn á geðdeild þetta ár í nóvember. Ég gerði gjörsamlega upp á bak, það var alvarlegt mál fyrir mig. Ég virkilega brást fólki.“

,,Ég crashaði í byrjun nóvember, ég var byrjaður að hripa niður bréf og ætlaði bara að klára þetta. Sem betur fór ég niður á geðdeild og bað um hjálp.“

Viðtalið við Björn Steinbekk er í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Í gær

Evrópudeildin: Liðsfélagar Ragnars töpuðu gegn Manchester United – Inter sigraði sinn leik

Evrópudeildin: Liðsfélagar Ragnars töpuðu gegn Manchester United – Inter sigraði sinn leik
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið – Hinn ungi og efnilegi Ísak skoraði frábært mark í Svíþjóð

Sjáðu myndbandið – Hinn ungi og efnilegi Ísak skoraði frábært mark í Svíþjóð
433Sport
Fyrir 2 dögum

Einungis sólarhringur til stefnu – „Það eru miklir hagsmunir í húfi“ 

Einungis sólarhringur til stefnu – „Það eru miklir hagsmunir í húfi“ 
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta eru liðin sem íslensku liðin mæta í Evrópukeppninni

Þetta eru liðin sem íslensku liðin mæta í Evrópukeppninni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Páll segir að staðan sé óþægileg og erfið – „Við höfum ekki fengið fullnægjandi svör“

Páll segir að staðan sé óþægileg og erfið – „Við höfum ekki fengið fullnægjandi svör“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Meistaradeildin: Bayern burstaði Chelsea – Barcelona kláraði Napoli

Meistaradeildin: Bayern burstaði Chelsea – Barcelona kláraði Napoli
433Sport
Fyrir 4 dögum

Meistaradeildin: Lyon áfram þrátt fyrir tap gegn Juventus – Manchester City áfram eftir sigur á Real Madrid

Meistaradeildin: Lyon áfram þrátt fyrir tap gegn Juventus – Manchester City áfram eftir sigur á Real Madrid
433Sport
Fyrir 4 dögum

„Ræfillinn keyrði aftan á dóttur mína og skildi hana eftir grátandi og í sjokki á miðri Snorrabraut“

„Ræfillinn keyrði aftan á dóttur mína og skildi hana eftir grátandi og í sjokki á miðri Snorrabraut“