fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Slysagildran í Egilshöll – Búið að kvarta undan ástandinu í mörg ár

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. júní 2020 09:35

© 365 ehf / Sigtryggur Ari Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var öskuillur í gær eftir leik liðsins við Vængi Júpíters í Mjólkurbikar karla. Ástæðan er svo sannarlega ekki tap KR en liðið hafði betur örugglega með átta mörkum gegn einu.

Leikið var á gervigrasinu í Egilshöll en bæði KR og Vængirnir óskuðu eftir því að leikið yrði á KR-velli. KSÍ ákvað hins vegar að halda sig við Egilshöll sem varð til þess að hinn reynslumikli Gunnar Þór Gunnarsson meiddist.

Þjálfarar og leikmenn í fremstu röð á Íslandi hafa lengi bent á þá slysagildru sem grasið í Egilshöll eru, eldri leikmenn neita margir að taka þátt í leikjum sem þar fara fram.

„Grasið er komið til ára sinna og ég er búinn að missa tvo í alvarleg meiðsli. Það er að hluta til gervigrasinu að kenna. Ég myndi vilja færa leikina út og það er spáð góðu veðri og spila annaðhvort á Víkingsvelli eða Valsvelli,“ sagði Rúnar Kristinsson við Fréttablaðið í janúar þegar liðið var að fara að mæta Víkingi í úrslitum Reykjavíkurmótsins.

Emil Ásmundsson sleit krossband í Egilshöll í janúar og verður ekkert með KR í ár, nú fer Gunnar Þór Gunnarsson sömu leið. Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason fengu frí frá leiknum í janúar, Víkingur vildi ekki taka áhættu á að þessir reyndu leikmenn myndu meiðast.

Leikmenn og þjálfarar kvarta mest undan því að grasið sé ekki vökvað fyrir leik og þá er notkunin á því slík að skipta þyrfti um það á 2-3 ára fresti svo gæðin haldist í því. Leikmenn hafa í mörg ár kvartað undan þessu og ófá krossböndin hafa slitnað, takkar leikmanna festast í grasinu og krossbandið gefur sig.

„Hvað þurfa margir að slíta krossbönd til þess að það verði skipt um gras í Egilshöll? 3 leikir 2 krossbönd, ekki spenntur fyrir næsta leik,“ skrifaði Atli Sigurjónsson leikmaður KR árið 2014 en þá höfðu tveir leikmenn KR meiðst illa í höllinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að Messi hafi átt erfitt uppdráttar í París

Segir að Messi hafi átt erfitt uppdráttar í París
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

ÍBV sækir spennandi markvörð

ÍBV sækir spennandi markvörð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Real Madrid fer leiðir sem minna á þær hjá Barcelona

Real Madrid fer leiðir sem minna á þær hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Heimir fór nánar út í samskipti sín og Ronaldo – „Þá spurði hann mig bara“

Heimir fór nánar út í samskipti sín og Ronaldo – „Þá spurði hann mig bara“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mögnuð ræða Heimis vekur athygli og írska þjóðin hleður hann lofi – „Allir vilja vera vinir ykkar núna“

Mögnuð ræða Heimis vekur athygli og írska þjóðin hleður hann lofi – „Allir vilja vera vinir ykkar núna“
433Sport
Í gær

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu
433Sport
Í gær

Ómar velur hóp sem kemur saman í næstu viku

Ómar velur hóp sem kemur saman í næstu viku