fbpx
Sunnudagur 31.maí 2020
433Sport

Formaður KR blæs á sögusagnir

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. maí 2020 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður KR segir ekkert að í fjármálum KR og kveðst ekki vita til þess að knattspyrnudeild félagsins standi höllum fæti. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

Síðustu daga hefur verið rætt um það að knattspyrnudeild KR sé í rekstrarvanda, þetta hefur meðal annars komið fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. Þá sýndi skýrsla Reykjavíkurborgar að félagið í heild skuldaði 200 milljónir árið 2018.

„Það er ekkert að fjármálum KR og ég skil ekki alveg hvernig þessi umræða verður til,“
segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður KR við Fréttablaðið.

Gylfi kveðst ekki vita til þess að knattspyrnudeildin sé í vanda stödd þó hann sitji ekki fundi þar. „Ég hef ekki heyrt þessa umræðu. Auðvitað eru mörg félög og margar deildir í varnarbaráttu þessa stundina en aðalstjórn KR stendur mjög vel og þar með félagið allt.“

„KR er Íslandsmeistari í fót- og körfubolta og stóð sig vel kvenna megin í sömu greinum. Við erum með frábærar deildir. Þetta er trúlega 10-90 reglan. Ef 10 prósent gengur ekki vel þá fara 90 prósent af tímanum að ræða það.“ –

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Rodgers fékk veiruna og segir hana hræðilega: „Ég fann enga lykt“

Rodgers fékk veiruna og segir hana hræðilega: „Ég fann enga lykt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gaui Þórðar sótti um starf á Akranesi en fær það ekki

Gaui Þórðar sótti um starf á Akranesi en fær það ekki
433Sport
Fyrir 2 dögum

Bumban á De Bruyne vekur mikla athygli – Hvað var hann að borða í fríinu?

Bumban á De Bruyne vekur mikla athygli – Hvað var hann að borða í fríinu?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Turnarnir takast á: „Geir ætti því að vera fullkunnugt um þetta allt saman“

Turnarnir takast á: „Geir ætti því að vera fullkunnugt um þetta allt saman“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Síminn sektaður um 500 milljónir vegna enska boltans

Síminn sektaður um 500 milljónir vegna enska boltans
433Sport
Fyrir 3 dögum

Íslandsvinur grætur eftir hrottalegan atburð og óttast að faðir sinn verði myrtur

Íslandsvinur grætur eftir hrottalegan atburð og óttast að faðir sinn verði myrtur