fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Lögreglan hafði afskipti af Birki Bjarnasyni

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. apríl 2020 08:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birkir Bjarnason, leikmaður Brescia á Ítalíu hefur þurft að hanga heima hjá sér síðustu vikur á meðan útgöngubann er í gangi. Þetta kom fram í viðtali við hann á RÚV.is.

Birkir hafði ætlað sér að fara heim til Íslands á meðan ástandið er sem verst en Brescia bannaði honum að ferðast. Lögreglan á Ítalíu tekur hart á öllu þessa dagana.

„Sumir dagir eru erfiðari en aðrir, þetta búinn að vera langur tími, komið upp í fjórar vikur núna sem maður er búinn að vera svolítið fastur inni hjá sér og ekki mikið að fara út. Fyrstu vikurnar var þetta aðeins frjálslegra og maður reyndi að fara aðeins út í göngutúra, setjast á bekk og lesa aðeins og fá sér smá ferskt loft. En það er ekki vel séð hér á Ítalíu, maður er bara skikkaður inn ef maður er mikið úti.“ segir Birkir við RÚV.

Birkir settist fyrir utan húsið sitt á dögunum en lögreglan var ekki lengi að mæta á svæðið. „Löggan stoppaði og skipaði mér inn. Það er ekkert annað hægt en að hlýða því og gera það.“

Birkir er ekki langt frá því svæði á Ítalíu sem hefur farið verst út úr kórónveirunni.

„Ég er náttúrulega bara hálftíma frá Bergamo þar sem þetta er allra verst og ég var að heyra núna um daginn að Brescia er bær númer tvö yfir flesta látna og flesta smitaða. Þannig að ég er svo sem í versta hlutanum af Ítalíu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Segir flugöryggi ógnað

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svona er tölfræðin – Arnar á milli Arnars Þórs og Hareide þegar kemur að sigurhlutfalli

Svona er tölfræðin – Arnar á milli Arnars Þórs og Hareide þegar kemur að sigurhlutfalli
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sesko ekki alvarlega meiddur en verður þó frá í mánuð

Sesko ekki alvarlega meiddur en verður þó frá í mánuð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fitlaði við rassinn á Haaland í gær – Kveikti í honum og sá norski kláraði dæmið

Fitlaði við rassinn á Haaland í gær – Kveikti í honum og sá norski kláraði dæmið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslenskir reynsluboltar að störfum á Spáni og í Ungverjalandi

Íslenskir reynsluboltar að störfum á Spáni og í Ungverjalandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ferguson ánægður með stöðu mála á Old Trafford – Nefnir sérstaklega einn leikmann

Ferguson ánægður með stöðu mála á Old Trafford – Nefnir sérstaklega einn leikmann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leikmaður Liverpool segir sögurnar um sig ýktar – Boðar ákvörðun á næstunni

Leikmaður Liverpool segir sögurnar um sig ýktar – Boðar ákvörðun á næstunni
433Sport
Í gær

Knattspyrnugoðsögnin snýr sér að annarri íþrótt eftir að hafa slegið í gegn í langhlaupum

Knattspyrnugoðsögnin snýr sér að annarri íþrótt eftir að hafa slegið í gegn í langhlaupum
433Sport
Í gær

Tuchel tjáir sig um ósætti Bellingham – „Hegðun og virðing skipta öllu“

Tuchel tjáir sig um ósætti Bellingham – „Hegðun og virðing skipta öllu“