fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Lögreglan hafði afskipti af Birki Bjarnasyni

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. apríl 2020 08:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birkir Bjarnason, leikmaður Brescia á Ítalíu hefur þurft að hanga heima hjá sér síðustu vikur á meðan útgöngubann er í gangi. Þetta kom fram í viðtali við hann á RÚV.is.

Birkir hafði ætlað sér að fara heim til Íslands á meðan ástandið er sem verst en Brescia bannaði honum að ferðast. Lögreglan á Ítalíu tekur hart á öllu þessa dagana.

„Sumir dagir eru erfiðari en aðrir, þetta búinn að vera langur tími, komið upp í fjórar vikur núna sem maður er búinn að vera svolítið fastur inni hjá sér og ekki mikið að fara út. Fyrstu vikurnar var þetta aðeins frjálslegra og maður reyndi að fara aðeins út í göngutúra, setjast á bekk og lesa aðeins og fá sér smá ferskt loft. En það er ekki vel séð hér á Ítalíu, maður er bara skikkaður inn ef maður er mikið úti.“ segir Birkir við RÚV.

Birkir settist fyrir utan húsið sitt á dögunum en lögreglan var ekki lengi að mæta á svæðið. „Löggan stoppaði og skipaði mér inn. Það er ekkert annað hægt en að hlýða því og gera það.“

Birkir er ekki langt frá því svæði á Ítalíu sem hefur farið verst út úr kórónveirunni.

„Ég er náttúrulega bara hálftíma frá Bergamo þar sem þetta er allra verst og ég var að heyra núna um daginn að Brescia er bær númer tvö yfir flesta látna og flesta smitaða. Þannig að ég er svo sem í versta hlutanum af Ítalíu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir hluta af gagnrýni á Bellingham tengjast húðlit hans

Segir hluta af gagnrýni á Bellingham tengjast húðlit hans
433Sport
Í gær

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki
433Sport
Í gær

Lögðu út í tug milljóna kostnað en vænta þess að Reykjavíkurborg endurgreiði þeim

Lögðu út í tug milljóna kostnað en vænta þess að Reykjavíkurborg endurgreiði þeim