fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433

Stofna vinnuhóp um hvernig eigi að dreifa fjármunum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 3. apríl 2020 12:30

Frá Laugardalsvelli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram hefur komið, bæði í fréttum fjölmiðla og einnig í samtölum forystu ÍSÍ við mennta- og menningarmálaráðuneytið og ráðherra, að mennta- og menningarmálaráðherra áætlar að veita umtalsvert fjárframlag til íþróttahreyfingarinnar til að koma til móts við þann kostnað sem hreyfingin, bæði sambönd og félög/deildir, hefur orðið fyrir og mun verða fyrir vegna COVID-19 veirunnar. Frumvarpið var samþykkt 30. mars sl. en beðið er formlegra upplýsinga frá ráðuneytinu um upphæð fjárstyrksins sem renna mun til íþróttamála.

Aðferðarfræðin við dreifingu þessa fjárframlags liggur ekki ljós fyrir þessa stundina en framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur skipað þriggja manna vinnuhóp til að vinna tillögur að útfærslum. Guðrún Inga Sívertsen, fyrrverandi varaformaður KSÍ mun leiða hópinn og með henni verða Hörður Þorsteinsson formaður Badmintonfélags Hafnarfjarðar og fyrrverandi framkvæmdastjóri GSÍ og Sigurjón Pétursson varaforseti Alþjóðakraftlyftingasambandsins sem einnig er fyrrum formaður KRAFT og fyrrum varaformaður HSÍ. Öll búa þau yfir yfirgripsmikilli þekkingu á íþróttahreyfingunni. Einnig er gert ráð fyrir því að fulltrúar stjórna ÍSÍ og UMFÍ muni leggja vinnuhópnum lið eftir þörfum sem og aðrir þeir sem vinnuhópurinn telur þurfa koma að verki. Vinnuhópurinn hefur þegar hafið störf.

Áætlað er að vinna málin hratt um leið og fyrir liggur formleg tilkynning varðandi fjárframlagið frá ríkinu.Vonast er til að fjárstuðningur ríkisins við íþróttahreyfinguna og þau önnur úrræði sem þegar hafa verið boðuð, til dæmis varðandi rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli, muni hjálpa til í rekstri eininga innan vébanda ÍSÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mike Dean opnar á umræðu um eitt frægasta augnablik enska boltans – Dómarateymið sá í hvað stefndi

Mike Dean opnar á umræðu um eitt frægasta augnablik enska boltans – Dómarateymið sá í hvað stefndi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Roy Keane gagnrýnir þennan leikmann enska landsliðsins – Segir hann of linan

Roy Keane gagnrýnir þennan leikmann enska landsliðsins – Segir hann of linan