fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Launalækkun sem allir sættu sig við að lokum

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 26. apríl 2020 09:30

©Anton Brink 2019 © 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í blíðskaparveðri í Þýskalandi tekur Guðlaugur Victor Pálsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, símann þegar blaðamaður slær á þráðinn til hans. Eins og í flest öllum löndum heims hafa verið breyttar aðstæður í Þýskalandi síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. Guðlaugur hefur búið í Þýskalandi í rúmt ár og unir hag sínum vel. Hann er orðinn þaulreyndur í að aðlagast nýjum aðstæðum enda hefur hann þrátt fyrir ungan aldur búið í níu löndum.

Það getur reynst atvinnumanni í fremstu röð erfitt að æfa þegar allt er lokað, hvernig hefur Guðlaugur farið að? „Fyrstu fjórar vikurnar vorum við að æfa heima, það var bara æfingaáætlun frá félaginu sem farið var eftir. Það var ekkert mál að halda þetta út til að byrja með en þegar líða fór á þetta, þá varð það erfiðara. Ég hef reynt að æfa, fara í háttinn á skikkanlegum tíma og borða vel. Ef þú hefur ekki rútínu flesta daga, þá ertu í veseni,“ segir Guðlaugur sem leikur í næstefstu deild Þýskalands með Darmstadt.

Í Þýskalandi hefur vel tekist til við að bæla veiruna niður og nú er byrjað að taka skrefin í að opna samfélagið. „Við erum búnir að æfa í tvær vikur í sex manna hópum. Hér er stefnt á að deildin fari af stað 9. maí en það er ekki endanleg ákvörðun. Við fáum að vita meira á næstu dögum og þá byrjum við að æfa allir saman í næstu viku. Það er þá tveggja vikna undirbúningur fyrir fyrsta leik.“

Veiran rífur aura úr buddu Guðlaugs
Á Íslandi hefur meira og minna allt verið opið á sama tíma og veiran hefur gert vart við sig, sömu sögu er að segja í Þýskalandi þó að lögreglan hafi vaktað fólk. „Í samfélaginu hafa tveir einstaklingar mátt vera saman. Þetta hefur ekkert verið alltof strangt, lögreglan var meira á ferðinni og stoppaði hópa sem voru saman og bað fólk um að fara í tveggja manna hópa.“

Faraldurinn hefur hins vegar orðið til þess að Guðlaugur fær færri evrur í vasa sinn næstu þrjá mánuðina. „Við tókum á okkur 20 prósenta launalækkun næstu þrjá mánuðina. Félagið hafði ekki rétt á að skipa okkur að gera þetta. Við ræddum þetta saman sem lið og það var rætt fram og til baka. Það voru ekki allir klárir í þetta til að byrja með en ég veit ekki betur en að allir hafi samþykkt þetta að lokum.“

Í sínu besta formi
Guðlaugi tókst á síðasta ári að eigna sér stöðu hægri bakvarðar í íslenska landsliðinu. Það var nokkuð óvænt enda hafði hann sjaldan komist í hópinn síðustu ár. Þá hefur hann spilað frábærlega í Þýskalandi og verið besti leikmaður Darmstadt sem situr í sjötta sæti deildarinnar. „Þetta hefur þróast vel á
þessu tímabili. Það er búið að vera skemmtilegt með félagsliði og landsliði. Þetta er eftirminnilegasta tímabilið hingað til, mér hefur vegnað vel í Þýskalandi og ég hef verið meira með landsliðinu en áður. Þetta eru sérstakir tímar, ef allt hefði verið eðlilegt í heiminum þá eru góðar líkur á að Ísland væri núna að undirbúa sig undir Evrópumót. Það sem hefur verið erfiðast síðustu vikur er óvissan, það er ekki í þínum höndum hvenær þú mætir aftur til vinnu og ferð aftur út á völl,“ segir Guðlaugur að lokum og kveðst nú þurfa að fara að hugsa um son sinn sem kallar eftir athygli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“