fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Gylfi Þór fer yfir það hvernig það er að vera í útgöngubanni: „Malbikið fer ekki vel í mig“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 25. mars 2020 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Þetta eru komnar tvær vikur núna, ég má fara einu sinni út á dag. Það gengur vel að hugsa um sig, það eru alla vegana þrjár vikur í að við æfum með liðinu. Þetta eru skrýtnir tímar,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun.

Gylfi býr í úthverfi Manchester en útgöngubann er á Englandi vegna kórónuveirunnar sem nú gengur yfir. Fólk má fara út einu sinni á dag til að hreyfa sig. ,,Ég er búinn að fara út að hlaupa 2-3 sinnum, malbikið fer ekki vel í mig. Ég reyni að hjóla frekar.“

Tæpar tvær vikur eru síðan að æfingasvæði Everton var lokað vegna grun sum smit hjá félaginu.  ,,Það er bannað, þeir gerðu það strax. Æfingasvæðinu var bara lokað, við eigum að vera heima bara. Við fáum sent frá þeim sem halda utan um liðið og hvað við eigum að gera varðandi æfingar.“

Gylfi er áhugamaður um golf en það er ekki í boði að spila í útgöngubanninu.  ,,Það væri mjög illa séð að fara í golf, það má fara einu sinni út á dag. Við megum fara út í búð eins og sjaldan og við getum.“

,,Það er fínasta veður, ef þú tekur eina æfingu á dag þá tekur það tvo tíma. Hundurinn fær að labba tvisvar til þrisvar á dag, hann er sáttur með að við séum alltaf heima.“

Gylfi sér það ekki fyrir sér að enska úrvalsdeildin hefjist í apríl eins og vonast er til. ,,Ég sé það ekki gerast, næsta æfing er eftir þrjár vikur hjá okkur. Við byrjum ekki að spila fyrr en í byrjun maí, fyrsta lagi. Ég held að æfing sé 14 apríl, það verður örugglega spilað langt inn í júní ef það á að klára mótið.“

,,Það eru níu leikir eftir, hvenær þeir spila veit ég ekki. Ég er í fínum málum, ekkert vesen. Það hefur ekkert verið á tímabilinu;“ sagði Gylfi sem sagðist lítið spila tölvuleiki til að stytta sér stundir, hann væri vaxinn upp úr því.

Viðtalið má heyra í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Veron fær þungan dóm – Neituðu að standa heiðursvörð fyrir meistarana

Veron fær þungan dóm – Neituðu að standa heiðursvörð fyrir meistarana
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrrum framherji United með ráð fyrir Amorim áður en janúarglugginn opnar

Fyrrum framherji United með ráð fyrir Amorim áður en janúarglugginn opnar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Halldór Árnason

Íþróttavikan í mynd: Halldór Árnason
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Jón Steinar gefur sératkvæði Símonar Grimma langt nef – „Að sanna þurfi sök á sakborning til að unnt sé að sakfella hann“

Jón Steinar gefur sératkvæði Símonar Grimma langt nef – „Að sanna þurfi sök á sakborning til að unnt sé að sakfella hann“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Frábær frammistaða Blika skilaði stigi gegn öflugu liði frá Tyrklandi – Logi Tómasson var í byrjunarliðinu

Frábær frammistaða Blika skilaði stigi gegn öflugu liði frá Tyrklandi – Logi Tómasson var í byrjunarliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf