fbpx
Föstudagur 03.apríl 2020
433Sport

Kallaður á fund eftir að hafa verið blindfullur í London á tímum kórónuveirunnar

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 24. mars 2020 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dele Alli, miðjumaður Tottenham var látinn mæta á æfingasvæði félagsins í gær. Var hann eini leikmaður félagsins á svæðinu.

Alli sem þénar 16 milljónir króna á viku er ekki að æfa eins og aðrir leikmenn á Englandi, útgöngubann er í landinu næstu þrjár vikurnar.

Fyrir rúmri viku þegar búið var að banna alla leiki á Englandi, ákvað Alli að skella sér út á lífið í London.

Hann var á Tape skemmtistaðnum á laugardag og sást yfirgefa hann 03:30 ásamt unnust sinni. Alli var svo varla sofnaður þegar sást til hans á hóteli í London.

Þar var hann mættur í hádegismat og byrjaður að hella í sig og segja ensk blöð að hann hafi verið lengi að. Kórónuveiran hefur breiðst hratt út í London og er Tottenham ekki ánægt með hegðun miðjumannsins. Hann var því kallaður á fund í gær.

Kyle Walker, James Maddison, Ben Chilwell og Riyad Mahrez voru með í för þegar Dele Alli var á Tape skemmtistaðnum.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Skoða það að klára ensku úrvaldsdeildina í Kína

Skoða það að klára ensku úrvaldsdeildina í Kína
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gummi Ben fullyrðir að Rúnar Páll hafi reynt að fá Heimi í Stjörnuna

Gummi Ben fullyrðir að Rúnar Páll hafi reynt að fá Heimi í Stjörnuna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ósofinn Ingó Veðurguð mætti til leiks: „Maður átti hvergi heima, bjó bara í töskunni“

Ósofinn Ingó Veðurguð mætti til leiks: „Maður átti hvergi heima, bjó bara í töskunni“
433Sport
Í gær

Solskjær fylgist náið með máli De Ligt

Solskjær fylgist náið með máli De Ligt
433Sport
Í gær

Birki var bannað að yfirgefa Ítalíu: 900 létust á einum sólarhring – „Er í dag­legu sam­bandi við fjöl­skyldu mína“

Birki var bannað að yfirgefa Ítalíu: 900 létust á einum sólarhring – „Er í dag­legu sam­bandi við fjöl­skyldu mína“
433Sport
Í gær

Gríðarleg vonbrigði á Hlíðarenda og slíkt má ekki endurtaka sig: „Viðvörunarbjöllur byrjuðu strax að hringja“

Gríðarleg vonbrigði á Hlíðarenda og slíkt má ekki endurtaka sig: „Viðvörunarbjöllur byrjuðu strax að hringja“