fbpx
Fimmtudagur 04.júní 2020
433Sport

Víðir segir al­mennt ör­yggi Íslendinga mikilvægara: „Við þurf­um að vera með rétta for­gangs­röð“

433
Fimmtudaginn 12. mars 2020 10:30

Siggi Dúlla og Gylfi munu liggja yfir drættinum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Verða áhorf­end­ur á leik Íslands og Rúm­en­íu á Laug­ar­dals­vell­in­um 26. mars? Fer sá leik­ur yf­ir­leitt fram á þeim tíma?,“ skrifar Víðir Sigurðsson, fréttamaður á Morgunblaðinu í blað dagsins.

Þar veltir hann því fyrir sér hvort allar íþróttakeppnir á Íslandi og víðar séu á leið í frí vegna kórónuveirunnar. Ljóst má vera að stutt er í að áhorfendur verði bannaðir í íþróttahúsum um allt land. Líklegt er að leikjum verði frestað.

,,Verður þessu öllu sam­an frestað vegna kór­ónu­veirunn­ar?“

,,Spyr sá sem ekki veit en lík­urn­ar aukast dag frá degi. Í gær var fyrsta leikn­um í enska fót­bolt­an­um frestað, og ör­ugg­lega ekki þeim síðasta. Ef­laust þarf að bíða með að ljúka flest­um deild­um þar til í sum­ar eða haust. Og fresta EM um einn til tvo mánuði.“

Hann segir líf borgara mikilvægara en kappleikir og bendir á að Pepsi Max-deildin gæti byrjað seinna í sumar.

,,Líf og heilsa og al­mennt ör­yggi borg­ar­anna hef­ur for­gang. Þeir sem eru í for­ystu íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar, hér á landi og á alþjóðavísu, skilja það sem bet­ur fer flest­ir. Í stóra sam­heng­inu er sjálfsagt að fresta íþróttaviðburðum, rétt eins og öðrum sam­kom­um. Ef tví­sýnt verður um að halda úr­slita­keppn­irn­ar inn­an­lands í vor á að fresta þeim.“

,,Íslands­mótið í fót­bolta get­ur byrjað í júní. Því lýk­ur þá bara seinna í haust. Við þurf­um að vera með rétta for­gangs­röð.“

Pistill Víðis er í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þessir þénuðu mest á Instagram á meðan kórónuveiran lokaði öllu

Þessir þénuðu mest á Instagram á meðan kórónuveiran lokaði öllu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kristinn nakinn á hlaupum í Árbæ: „Ekki alveg standard búnaður í sturtu“

Kristinn nakinn á hlaupum í Árbæ: „Ekki alveg standard búnaður í sturtu“
433Sport
Í gær

Tíu skærustu stjörnur íslenska fótboltans

Tíu skærustu stjörnur íslenska fótboltans
433Sport
Í gær

Fer kostulega leið til að reyna að hræða innbrotsþjófa sem heimsækja hann reglulega

Fer kostulega leið til að reyna að hræða innbrotsþjófa sem heimsækja hann reglulega
433Sport
Fyrir 2 dögum

Búið að brjóta allt og bramla á heimavelli Real Madrid

Búið að brjóta allt og bramla á heimavelli Real Madrid
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kristján Óli valdi tíu bestu konurnar – „Ég sofnaði ekki í nótt“

Kristján Óli valdi tíu bestu konurnar – „Ég sofnaði ekki í nótt“