fbpx
Fimmtudagur 04.júní 2020
433Sport

Ekki lagt til að fresta eða hætta við íþróttaviðburði á Íslandi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 10. mars 2020 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá vinna heilbrigðisyfirvöld samkvæmt viðbragðsáætlunum Embættis landlæknis, sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í baráttunni við Covid-19 veiruna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn funduðu í gær með fulltrúum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og fulltrúum sérsambanda ÍSÍ vegna málsins.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra fór yfir viðbrögð yfirvalda vegna COVID-19. Hann greindi frá því að öll viðbrögð yfirvalda miðuðu að því að raska sem minnst allri starfsemi í landinu, eftir því sem kostur er

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fór yfir smitvarnir og leiðir til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Hann greindi frá því að náið er fylgst með upplýsingum sem berast erlendis frá og embættið er í samstarfi við önnur lönd. Þá er fylgst grannt með þróun og útbreiðslu hér á landi. Þó að búið sé að lýsa yfir neyðarstigi á Íslandi þá hefur ekki verið gripið til þess úrræðis að banna samkomur. Fulltrúar embættis landlæknis og almannavarna leggja því ekki til að fresta eða hætta við íþróttaviðburði miðað við stöðuna eins og hún er í dag.

Víða um Evrópu er viðburðum frestað vegna veirunnar en möguleiki er á að samkomubann verði sett á Íslandi, þá verður leikið fyrir luktum dyrum eða leikjum frestað. Ísland á leik gegn Rúmeníu í umspili um laust sæti á EM síðar í þessum mánuði, uppselt er á leikinn en ekki er öruggt að áhorfendur fái að mæta á völlinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þessir þénuðu mest á Instagram á meðan kórónuveiran lokaði öllu

Þessir þénuðu mest á Instagram á meðan kórónuveiran lokaði öllu
433Sport
Í gær

Kristinn nakinn á hlaupum í Árbæ: „Ekki alveg standard búnaður í sturtu“

Kristinn nakinn á hlaupum í Árbæ: „Ekki alveg standard búnaður í sturtu“
433Sport
Í gær

Tíu skærustu stjörnur íslenska fótboltans

Tíu skærustu stjörnur íslenska fótboltans
433Sport
Í gær

Fer kostulega leið til að reyna að hræða innbrotsþjófa sem heimsækja hann reglulega

Fer kostulega leið til að reyna að hræða innbrotsþjófa sem heimsækja hann reglulega
433Sport
Fyrir 2 dögum

Búið að brjóta allt og bramla á heimavelli Real Madrid

Búið að brjóta allt og bramla á heimavelli Real Madrid
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kristján Óli valdi tíu bestu konurnar – „Ég sofnaði ekki í nótt“

Kristján Óli valdi tíu bestu konurnar – „Ég sofnaði ekki í nótt“