fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Sjáðu frábært svar Jurgen Klopp við bréfi frá 10 ára strák: „Þeir eru heppnir að hafa þig“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 21. febrúar 2020 09:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daragh er 10 ára strákur sem heldur með Manchester United, hann þolir ekki hversu vel Liverpool vegnar í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool er á toppi deildarinnar, ekki tapað leik og er nánast búið að vinna deildina í fyrsta sinn í 30 ár.

Daragh á erfitt með að kyngja þessu en hans menn geta lítið sem ekkert þessa dagana. Hann ákvað því að taka sig til og skrifa Jurgen Klopp, stjóra Liverpool lítið bréf.

,,Liverpool er að vinna of marga leiki, ef þið vinnið níu leiki til viðbótar þá mætið þið met í enskum fótbolta. Ég held með United og það væri sorglegt,“ skrifar Daragh.

,,Næst þegar Liverpool spilar, getur þú látið liðið tapa. Þú ættir að leyfa hinu liðinu að skora, ég vona að ég hafi sannfært þig um að vinna ekki deildina eða annan leik aftur.“

Klopp hafði gaman af bréfinu og ákvað að svara því eins og sjá má hér að neðan. ,,Ég vil byrja á að þakka þér fyrir að skrifa mér,“ byrjaði Klopp á að segja.

,,Ég get ekki orðið við ósk þinni núna, þrátt fyrir að þú viljir að Liverpool tapi þá er það mitt starf að reyna að stýra liðinu til sigurs, það eru milljónir manna sem vona að liðið sigri.“

,,Manchester United er heppið að hafa þig. Sem betur fer fyrir þig á höfum við tapað leikjum og munum tapa leikjum í framtíðinni, Félög okkar eru erkifjendur en við berum virðingu fyrir hvor öðrum, fyrir mig er það allt sem fótboltinn snýst um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu