fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Roy Keane ráðleggur United hvernig skal taka á máli Pogba og Raiola

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 10:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru enn á ný læti í kringum Paul Pogba og Mino Raiola umboðsmann hans, þeir félagar gera nú allt til þess að tryggja að Pogba fari frá Manchester United í sumar. Miðjumaðurinn hefur viljað fara frá United í rúmt ár.

Pogba hefur spilað örfáa leiki á þessu tímabili en hann er frá vegna meiðsla, Raiola vill taka Pogba frá United í sumar en þangað kom hann árið 2016.

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United þoldi ekki Raiola og hans vinnubrögð. Þeir rifust harkalega þegar Pogba fór ungur að árum frítt frá United til Juventus. Þú getur ekki átt manneskju hvar sem er í heiminum. Ég vona að Solskjær sé ekki að gefa í skyn að Pogba sé fangi. Áður en Solskjær tjáir sig um það sem ég segi þá ætti hann að kynna sér samhengið betur,“ sagði Raiola í gær en áður hafði Ole Gunnar Solskjær sagt að Pogba væri í eigu Manchester United.

,,Ég er frjáls maður og má segja mína skoðun. Ég hef kannski verið of vinalegur við hann hingað til. Solskjær ætti að muna eftir því sem hann sagði við Paul í sumar.“

Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United ráðleggur United að losa sig við Pogba í sumar og hætta að eiga í viðskiptum við Raiola og leikmenn sem hann er mað. ,,Það hafa komið læti úr röðum Pogba síðustu mánuði,“ sagði Keane.

,,Þetta er einfalt, þá að láta hann fara í sumar. Hann er góður leikmaður en það er of mikill paki með honum og umboðsmanni hans.“

,,Þú þarft stundum að tapa til að vinna, svona kemur í bakið á þér. Ef þetta er ekki rétt fyrir félagið og umboðsmaðurinn er að gera grín af þér, þá lætur þú leikmanninn fara. Horfðu á heildarmyndina.“

,,Ekki vera að elta leikmenn sem vilja ekki vera hjá félaginu, ég held að Pogba vilji ekki vera þarna. Látið hann fara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða
433Sport
Í gær

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann
433Sport
Í gær

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu