fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Magnaður bílafloti stjörnunnar – Dýrasti bíllinn kostar 195 milljónir

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 5. desember 2020 21:15

Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Son Heung-Min, sem leikur með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, á svo sannarlega flottan flota af bílum. Son, sem er 28 ára gamall, á fjöldann allan af bílum sem kosta samtals eina og háfla milljón punda, eða um 254 milljónir í íslenskum krónum. Son halar inn 110 þúsund pundum á viku, eða um 19 milljónum í íslenskum krónum, svo hann er fljótur að safna upp í nýja bíla. The Sun fór yfir bílaflota knattspyrnumannsins í vikunni.

Dýrasti bíllinn í flotanum er sjaldgæfur Ferrari LaFerrari en einungis 499 stykki hafa verið framleidd af þeim bíl. Son þurfti að fá sér bílinn í svörtum lit því Tottenham leyfði honum ekki að eiga hann í rauðum þar sem það er litur erkifjendanna í Arsenal. Kostnaðurinn við þennan bíl er um 2/3 af kostnaði alls bílaflotans en bíllinn kostar um 1,15 milljón pund, eða um 195 milljónir íslenskra króna.

Son á einnig hvítan Audi R8 Coupe en ódýrasta týpan af honum kostar um 113 þúsund pund eða um 19 milljónir íslenskra króna. Þá fékk hann gefins Maserati Levante sem kostar um 60 þúsund pund eða um 10 milljónir íslenskra króna. Son fékk bílinn gefins frá Maserati því framleiðandanum fannst bíllinn passa best við Son. „Fínlegur og óstöðvandi afl,“ segir framleiðandinn þegar hann ber bílinn saman við knattspyrnumanninn.

Eins og margir knattspyrnumenn í ensku úrvalsdeildinni á Son Range Rover. Son ákvað að fá sér Evoque týpuna í möttum svörtum lit en sá bíll kostar um 31 þúsund pund eða rúmlega 5 milljónir í íslenskum krónum. Síðast en alls ekki síst þá á Son bíl sem einnig er vinsæll meðal knattspyrnumanna, Bentley Continental GT. Sá bíll kostar um 160 þúsund pund eða um 27 milljónir í íslenskum krónum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni