fbpx
Mánudagur 18.janúar 2021
433Sport

Staðfestir trú sína á vegferð Solskjær – Fær áfram fjármuni til að styrkja liðið

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 4. desember 2020 11:00

Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ed Woodward stjórnarformaður Manchester United trúir því að félagið sé á réttri leið undir stjórn Ole Gunnar Solskjær.

Woodward ræddi við stuðningsmenn í gær og sagði að félagið væri á réttri leið og að Solskjær myndi fá fjármuni til að styrkja liðið.

„Það sem gerist á vellinum er lykilatriði. Við söknum stuðningsmanna okkar á vellinum en liðið hefur frá því í apríl staðið sig með ágætum. 14 leikir í röð án þess að tapa í deildinni til þess að ná þriðja sætinu. Svo komu frábærir sigrar gegn PSG og Leipzig í endurkomu okkar í Meistaradeildinni,“ sagði Woodward.

„Við sjáum það að þarf meiri vinnu til að ná markmiði okkar að vinna titla reglulega. Við sjáum jákvæð merki á vellinum og æfingasvæðinu. Við trúum á þá vegferð sem Ole er á.“

„Ég sagði ykur það í apríl að við ætluðum að halda áfram að styrkja hópinn en við þurftum aga í fjármálum í gegnum COVID-19. Við höfum staðið okkur með því að styrkja liðið í sumar og höfum eytt 180 milljónum punda í leikmenn frá sumrinu 2019.“

„Við munum halda áfram að styðja Ole, við horfum til lengri tíma og horfum mest á félagaskiptagluggann yfir sumarið.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Emil Pálsson til Sarpsborg 08 – Gerir þriggja ára samning

Emil Pálsson til Sarpsborg 08 – Gerir þriggja ára samning
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjö félög vilja Lingard í janúar – Solskjær vill helst halda honum

Sjö félög vilja Lingard í janúar – Solskjær vill helst halda honum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ummæli af krísufundi Mourinho og Bale leka út

Ummæli af krísufundi Mourinho og Bale leka út
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu atvikið: Fyrsta rauða spjald Messi kom í gær – Sló andstæðing sinn

Sjáðu atvikið: Fyrsta rauða spjald Messi kom í gær – Sló andstæðing sinn