fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Lögðu Kjartan Henry í hálfgert einelti – Mátti hvorki æfa né borða

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 4. desember 2020 09:10

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Henry Finnbogason var í aðalhlutverki þegar AC Horsens vann sigur á Vejle í dönsku úrvalsdeildinni um liðna helgi. Kjartan yfirgaf Vejle fyrr á þessu ári og gekk í raðir Horsens en læti voru í kringum félagaskipti Kjartans. Hann skoraði mark í sigri gegn sínum gömlu félögum.

Þessi 34 ára gamli atvinnumaður í knattspyrnu rifti samningi sínum við Vejle í Danmörku í október og degi síðar gekk hann í raðir Horsens skammt frá. Kjartan þekkir hverja þúfu hjá Horsens, eftir farsæla dvöl þar frá 2014 til 2018. Mikil læti voru á bak við tjöldin þegar Kjartan yfirgaf Vejle. Eftir fyrsta leik tímabilsins með Vejle fór Kjartan Henry í viðtal við danska fjölmiðla, þeir furðuðu sig á því að hann hefði byrjað sem varamaður. Íslenski framherjinn sagði hlutina umbúðalaust

Meira:
Stormur í kringum Kjartan Henry í Danmörku: Var í áfalli og sakar fréttamann um lygar

Ummælin sem settu málið af stað voru. „Við erum með eiganda hjá félaginu sem hefur keypt nokkra nýja leikmenn og þeir fá tækifæri til að sanna sig,“ sagði Kjartan.

Eftir það má segja að ótrúleg atburðarás hafi átt sér stað og félagið lagði Kjartan í raun í einelti. Kjartan var fyrst bannað að æfa með liðinu „Ég hef metnað fyrir því að spila og æfa fótbolta, svo ég spurði að því hvar ég ætti að æfa. Þeir eiga að hafa æfingar fyrir mig. Ég get ekki bara verið á hlaupabretti eða hjóli,“ sagði Kjartan.

„Ég átti að æfa æfa með U19 liði félagsins og það var 7:30 að morgni, því strákarnir þar voru svo að fara í skóla.“

Tveimur dögum síðar var Kjartan bannað að borða með liðsfélögum sínum. „Ég vinn þarna og tveimur dögum síðar fer ég í mötuneytið okkar og borða. Hlutur sem ég borgaði fyrir með vinum mínum og liðsfélögum.“

„Það kemur símtal frá stjórnarmanni um að ég eigi ekki borða með liðinu, ég trufli þá. Ég hló bara, ég var í áfalli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton