fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Hjörvar segir sína skoðun: Hvernig vilja menn hafa þetta? – „Ef það gengur illa þá er Arnar hálfviti“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 25. desember 2020 19:00

Hjörvar Hafliðason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson var fyrr í vikunni ráðinn landsliðsþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu. Honum til aðstoðar verður Eiður Smári Guðjohnsen og svo er einnig unnið að því að fá Lars Lagerback inn í þjálfarateymið.

Lagerback er atvinnulaus eftir að Noregur rak hann úr starfi en hann vildi ekki taka að sér fullt starf sem landsliðsþjálfari. Arnar Þór hefur áhuga á að fá hann inn sem ráðgjafa og munu þeir funda á nýju ári.

Hjörvar Hafliðason ræddi þessa hugmynd á Bylgjunni fyrr í vikunni og virðist lítt hrifin af því að fá Lagerback aftur til starfa á Íslandi. „Það er eins og ef Reykjavík síðdegis gengur illa eftir fimm ár, þá munið þið hringja í Þorgeir Ástvalds og biðja hann um að koma aftur. hvort hann geti verið á mánudögum,“ sagði Hjörvar í þættinum Reykjavík síðdegis.

Hjörvar er ekki spenntur fyrir því að fá Lagerback hingað heim eftir frábært starf frá 2012 til 2016. „Ég er ekki hrifin af svona, ef það gengur vel þá verður Lars æðislegur. Ef það gengur illa þá er þjálfarinn (Arnar Þór) hálfviti, hvernig vilja menn hafa þetta? Þetta er einhver þrá, hann er vinsæll eftir að hafa gert frábæra hluti hérna.“

Hjörvar telur að stjórn KSÍ og Guðni Bergsson hafi fyrir löngu verið búin að ákveða að ráða Arnar Þór, þó rætt hafi verið við fleiri þjálfara. „Ég held að Guðni hafi meira verið að taka samtalið til að taka samtalið, hann hafi allan tímann verið búinn að ákveða þetta,“

Sven Göran-Eriksson fyrrum þjálfari enska landsliðsins hafði mikinn áhuga á starfinu sakvæmt Hjörvari. „Ég er með það eins nálægt Knattspyrnusambandinu og hægt er,“ sagði Hjörvar á Bylgjunni en viðtalið má heyra í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði