fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Stjarnan selur Alex Þór í næst efstu deild í Svíþjóð

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 23. desember 2020 16:07

Alex Þór Hauksson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan hefur selt einn sinn besta leikmann, Alex Þór Hauksson til Öster í Svíþjóð. Þetta kemur fram á vef félagsins.

Öster leikur í næst efstu deild í Svíþjóð og endaði í fjórða sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.

„Við vissum að Alex hefur haft metnað til þess að stíga skrefið út og núna þegar tækifærið gafst vildum við styðja við bakið á honum til að þróa sinn leik enn frekar. Við óskum Alex innilega til hamingju og munum fylgjast stolt með honum á komandi árum og vitum að hann mun einn góðan veðurdag snúa til baka í bláa búninginn,“ sagði Helgi Hrannarr Jónsson formaður MFL ráðs karla

Þrátt fyrir að vera 21 árs hefur Alex spilað tæpa 100 leiki í deild og bikar með Stjörnunni og verið jafn besti leikmaður liðsins síðustu ár.

„Eftir fjögur góð tímabil fyrir framan bestu stuðningsmenn landsins er ég mjög þakklátur að hafa fengið að taka þátt í fullt af stórum leikjum og vinna bikarmeistaratitill sem og að kynnast öllu því góða fólki sem er innan Stjörnunnar. Það hefur verið mikill heiður að fá að vera fyrirliði liðsins en ég hef ákveðið að það sé kominn tími á nýja áskorun hjá mér og hlakka ég til að taka við nýju hlutverki sem fulltrúi Stjörnunnar á erlendri grundu. Takk fyrir mig kæra Stjörnufólk og ég hlakka til að fá að setja bláu treyjuna aftur á mig,“ sagði Alex við félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag
433Sport
Í gær

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð