fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Logi Ólafsson tekur við FH af Eiði Smára

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. desember 2020 12:18

Logi Ólafsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Ólafsson mun taka við þjálfun FH af Eiði Smára Guðjohnsen og Davíð Þór Viðarsson verður aðstoðarmaður hans.

Ólafur Jóhannesson var orðaður við starfið en samkvæmt heimildum 433.is talaði FH aldrei við Ólaf um að taka við af Eiði Smári.

Eiður Smári var ráðinn aðstoðarjálfari íslenska karlalandsliðsins í sumar þegar Arnar Þór Viðarsson tók við liðinu.

Eiður Smári var ráðinn þjálfari FH í haust til framtíðar eftir gott gengi í sumar, þegar hann og Logi Ólafsson tóku við liðinu af Ólafi Kristjánssyni.

Logi var ráðinn ráðgjafi í haust þegar Eiður Smári var ráðinn einn til starfa en tekur nú við þjálfun liðsins.

Tilkynning FH:
Logi Ólafsson tekur við FH liðinu og mun stýra Meistaraflokki Karla hjá FH ásamt Davíð Þór Viðarssyni
Eiður Smári ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari A-landsliðs karla.
Logi tók við FH um miðjan júlí ásamt Eið Smára og undir þeirra stjórn hafnaði liðið í 2. sæti með 36 stig þegar fjórar umferðir voru enn óleiknar. FH var einnig komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins.
FH vann 10 af 14 leikjum liðsins undir stjórn Loga og Eiðs í Pepsi Max deildinni.
Davíð Þór sem lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2019, þá hokinn af reynslu og einn af sigursælustu leikmönnum félagsins mun ásamt Loga, Fjalari Þorgeirssyni markmannsþjálfara og Hákoni Hallfreðssyni styrktarþjálfara mynda þjálfarateymi FH.
Markmið félagsins með Loga og Davíð í broddi fylkingar eru þau sömu og áður, að koma félaginu aftur á toppinn í íslenskum fótbolta.
FH þakkar Eiði Smára fyrir hans góðu störf fyrir félagið og óskar honum og A-landsliði karla velfarnaðar í komandi verkefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði