fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Tómas Þór: „Ég held ég geti lofað því að Heimir og Guðni vinna ekki aftur saman“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 21. desember 2020 09:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann gæti mögulega hringt í Heimi ef allt fer í skrúfuna,“ sagði Tómas Þór Þórðarson um leit Guðna Bergssonar og stjórnar KSÍ að næsta landsliðsþjálfari karla.

Umræða er í Katar um það hvort Al-Arabi muni láta Heimi Hallgrímsson fara úr starfi, gengi liðsins á þessu tímabili hefur ekki verið gott. Heimir hefur stýrt Al-Arabi í tvö ár.

Nú er til skoðunar hjá stjórn sambandsins hver tekur við liðinu, Arnar Þór Viðarsson er áfram líklegastur til að taka starfið. KSÍ hefur rætt við Arnar um að taka við en Lars Lagerback hefur einnig rætt við KSÍ.

Tómas telur þó engar líkur á því að Heimir taki við landsliðinu, ástæðan eru deilur hans við KSÍ þegar hann lét af störfum.

„Ég held ég geti lofað því að Heimir og Guðni vinna ekki aftur saman, allt í lagi að hringja og athuga hvort það sé búið að slíðra sverðin,“ sagði Tómas í útvarpsþætti Fótbolta.net um helgina.

Deilurnar snérust um árangurstengda bónusa sem Heimir taldi sig eiga inni hjá KSÍ þegar hann lét af störfum eftir HM í Rússlandi. Lögfræðingur Heimis átti í deilum við sambandið í nokkra mánuði en samkomulagi náðist í mars, ári síðar.

Meira:
KSÍ tekur upp veskið og borgar Heimi og Helga eftir deilur: ,,Skiptar skoðanir voru um túlkun“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu