fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Þetta stóð upp úr á mögnuðu ári Söru Bjarkar

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 17. desember 2020 18:00

Sara Björk missir úr hluta af undankeppninni vegna barneigna. © 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Björk Gunnarsdóttir hefur átt magnað ár á knattspyrnuvellinum, hún vann alla titlana með Wolfsburg í Þýskalandi, Meistardeildina með Lyon og fór með íslenska landsliðinu inn á Evrópumótið.

Sara Björk varð íþróttamaður ársins á síðasta ári hér á landi og er til alls líkleg í kjörinu á þessu ári.

„Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt ár. Þetta er búið að vera ótrúlega krefjandi og skemmtilegt. Mikið af hindrunum líka á leiðinni, en ég held ég hafi sett mér það hugarfar að reyna að gera það besta úr aðstæðum,“ sagði Sara í samtali við RÚV.

Þrátt fyrir þetta magnaða ár hefur Sara Björk eins og aðrir íþróttamenn upplifað öðruvísi tíma vegna COVID-19 veirunnar.

„Ég man að ég var heima í mars og það var ótrúlega mikil óvissa, ég hafði ekki hugmynd um hvort ég væri að fara að spila, ná að spila mitt síðasta tímabil með Wolfsburg. Það var óvissa um hvort deildin yrði áfram, en svo á endanum leystist það allt saman og ég er ótrúlega þakklát fyrir það, að það hafi svo margt gengið upp á þessu ári. En auðvitað það sem stendur upp úr fótboltalega séð er, ég verða að segja að hafa unnið Meistaradeildina.“ Sara segir að hún hafi haft þann draum í tíu ár að vinna Meistaradeildina og það hafi verið mikill sigur fyrir hana. Hún minntist svo að sjálfsögðu á afrek íslenska kvennalandsliðsins þar sem hún er í lykilhlutverki.

„Svo var náttúrulega líka að við stelpurnar í landsliðinu höfum náð að tryggja okkur í fjórða sinn í röð á EM. Það er ákveðið afrek og maður er stoltur af því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Í gær

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Í gær

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United