fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Firmino reyndist hetja Liverpool í stórleik umferðarinnar

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 16. desember 2020 21:55

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fleiri leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Liverpool vann mikilvægan 2-1 sigur gegn Tottenham. Þá gerðu West Ham og Crystal Palace 1-1 jafntefli og Fulham gerði markalaust jafntefli við Brighton

Á Anfield fór fram stórleikur umferðarinnar þegar Liverpool tók á móti Tottenham.

Liverpool komst yfir í leiknum á 26. mínútu. Þar var að verki Mohamed Salah sem skoraði fyrsta mark leiksins.

Forysta Liverpool entist hins vegar ekki lengi. Á 33. mínútu jafnaði Heung-Min Son metin fyrir Tottenham eftir stoðsendingu frá Giovani Lo Celso.

Þegar leikurinn virtist ætla að enda með jafntefli, tókst Liverpool að komast yfir. Roberto Firmino tryggði Liverpool sigur með marki á 90. mínútu leiksins.

Sigurinn kemur Liverpool upp í 1. sæti deildarinnar. Þar situr liðið með 28 stig eftir 13 leik. Tottenham er í 2. sæti með 25 stig.

Á London Stadium í Lundúnum tóku heimamenn í West Ham United á móti Crystal Palace.

Christian Benteke kom Crystal Palace yfir með marki á 34. mínútu. Þannig stóðu leikar allt þar til á 55. mínútu þegar Sebastien Haller, jafnaði metin fyrir West Ham með marki eftir stoðsendingu frá Vladimir Coufal.

Christian Benteke fékk síðan að líta sitt annað gula spjald á 70. mínútu og því þurftu Crystal Palace að leika einum manni færri seinustu tuttugu mínútur leiksins.

Fleiri mörk voru hins vegar ekki skoruð í leiknum sem endaði með 1-1 jafntefli. West Ham er í 7. sæti deildarinnar með 21 stig. Crystal Palace er í 12. sæti með 18 stig.

Fulham tók á móti Brighton á heimavelli sínum, Craven Cottage. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli. Fulham er í 17. sæti deildarinnar með 9 stig. Brighton er í 16. sæti með 11 stig.

Liverpool 2 – 1 Tottenham 
1-0 Mohamed Salah (’26)
1-1 Heung-Min Son (’33)
2-1 Roberto Firmino (’90)

West Ham United 1 – 1 Crystal Palace
0-1 Christian Benteke (’34)
1-1 Sebastien Haller (’55)

Fulham 0 – 0 Brighton & Hove Albion 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Loksins búið að nafngreina nýjustu kærustu stjörnunnar – Hefur sést á heimili hans á árinu

Loksins búið að nafngreina nýjustu kærustu stjörnunnar – Hefur sést á heimili hans á árinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“
433Sport
Í gær

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“
433Sport
Í gær

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“