fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Hallbera fer fögrum orðum um Jón Þór: „Ég get ekki setið undir slíkum ásökunum“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 11. desember 2020 11:00

Mynd/ Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mig langar að byrja á því að þakka Jóni Þór fyrir samstarfið síðastliðin 2 ár. Mín skoðun er sú að hann er flottur þjálfari með mikla ástríðu fyrir leiknum og hef ég ekkert nema góða hluti um okkar tíma í landsliðinu að segja,“ það er svona sem Hallbera Guðný Gísladóttir landsliðskona hefur stuttan pistill sinn á Facebook síðu sinni þar sem hún fer yfir atburði síðustu daga í kringum kvennalandsliðið.

Eftir að Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótið í síðustu viku hefur Jón Þór Hauksson sagt starfi sínu lausu em landsliðsþjálfari. Jón Þór steig til hliðar eftir uppákomu í fögnuði landsliðsins þar sem hann er sagður hafa farið yfir strikið.

Mikið hefur verið fjallað um málið og hefur komið til tals að stelpurnar hafi lagst á eitt til að losna við Jón Þór úr starfi, Hallbera þvertekur fyrir það. „Það hryggir mig hinsvegar að sjá fólk taka undir og deila skoðunum sem snúa að því að um samantekin ráð okkar leikmanna hafi verið að ræða til þess að hrekja þjálfarann frá störfum. Ég get ekki setið undir slíkum ásökunum enda eru þær fjarri sannleikanum,“ skrifar Hallbera.

Hallbera segir það standa upp úr að liðið sé nú komið inn á Evrópumótið. „Eftir situr að landsliðið náði frábærum árangri og tryggði sér sæti á EM 2022. Við munum halda áfram að leggja hart að okkur svo liðið geti byggt ofan á þann árangur og þá góðu vinnu sem hefur verið unnin.“

Landsliðið sendi frá sér yfirlýsingu í fyrradag og þar stóð. „Eftir leik Íslands og Ungverjalands um daginn varð ljóst að við tryggðum okkur sæti á EM 2022. Við fögnuðum því enda virkilega ánægðar með að hafa náð okkar markmiðum. Sama kvöld átti sér stað óásættanleg hegðun Jóns Þórs aðalþjálfara liðsins gagnvart hluta leikmannahópsins. Þar átti hann persónuleg samtöl við leikmenn um önnur mál en fótbolta sem valdið hafa trúnaðarbresti milli hans og leikmanna liðsins,“ segir í yfirlýsingu liðsins.

Mig langar að byrja á því að þakka Jóni Þór fyrir samstarfið síðastliðin 2 ár. Mín skoðun er sú að hann er flottur…

Posted by Hallbera Guðný Gísladóttir on Thursday, 10 December 2020

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“