fbpx
Föstudagur 17.október 2025
433Sport

Jón Daði ræðir sigur móður sinnar: „Maður er í sjokki, líður illa“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 10. desember 2020 12:39

Jón Daði í viðtali við Víðir Sigurðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var bara mjög erfitt,“ segir Jón Daði Böðvarsson landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu í viðtali við tímarit sem Ljósið gefur út. Ljósið er endur­hæfingar- og stuðnings­mið­stöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabba­mein, og að­stand­endur þess.

Móðir Jóns Daða hefur í tvígang háð baráttu við krabbameinið. Jón Daði og Ingi­björg Erna Sveins­dóttir móðir hans ræða málið við Ljósið.

Ingibjörg greindist fyrst með krabbamein árið 2017. EInu og hálfi ári síðar greindist hún svo aftur en þá var hún stödd á Englandi hjá Jóni Daða þar sem hann hefur spilað sem atvinnumaður í knattspyrnu síðustu ár.

„Mamma vildi bara drífa sig strax heim og við studdum hana í því,“ segir Jón Daði. „Já, ég vildi bara klára þetta sem allra fyrst,“ bætir Ingibjörg Erna við.

Jón Daði segir að það sér erfitt að sjá mömmu sína fara í svona baráttu við meinið. „Þegar maður fær svona fréttir gleymir maður stund og stað, maður er í sjokki, líður illa, er áhyggjufullur,“ segir Jón Daði. „En ég hafði trú á því að þetta myndi ganga vel. Ég var jákvæður og tilbúinn að rétta henni hjálparhönd.“

Jón Daði segir að mamma sín hafi unnið góðan sigur í baráttu við krabbameinið og sé betri í dag en áður. „Mamma kom eiginlega miklu betri út úr þessu en áður en hún greindist með krabbameinið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fjórir leikmenn United ekki á æfingu liðsins í dag – Þrír dagar í ferðalag á Anfield

Fjórir leikmenn United ekki á æfingu liðsins í dag – Þrír dagar í ferðalag á Anfield
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hafnað tvisvar á fimm dögum

Hafnað tvisvar á fimm dögum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Enska landsliðið í viðræðum við Beckham – Vilja nota aðstöðu hans næsta sumar

Enska landsliðið í viðræðum við Beckham – Vilja nota aðstöðu hans næsta sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Flýta leik í lokaumferð Bestu deildarinnar

Flýta leik í lokaumferð Bestu deildarinnar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skipti hans til Manchester United voru svo gott sem klár – Fannst þetta fráhrindandi

Skipti hans til Manchester United voru svo gott sem klár – Fannst þetta fráhrindandi