fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

Ísland fer á EM!

Sóley Guðmundsdóttir
Þriðjudaginn 1. desember 2020 21:00

Ísland fagnar marki í undankeppninni á móti Lettum. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið er komið í lokakeppni Evrópumeistaramótsins sem fram fer á Englandi 2022.

Íslenska liðið kemst beint í lokakeppnina sem eitt af þremur liðum með bestan árangur í öðru sæti. Ísland var í F-riðli og endaði í öðru sæti með 19 stig. Svíþjóð sigraði riðilinn.

Íslenski hópurinn gat þó ekki fagnað EM sætinu strax að leik loknum. Þær þurftu að bíða eftir því að sjá úrslitin í leik Belgíu og Sviss sem leika í H-riðli. Ísland þurfti að treysta á að annað hvort liðið myndi sigra leikinn.

Belgía sigraði með fjórum mörkum gegn engu. Sviss endar í öðru sæti með 19 stig eins og Ísland en Ísland er með betri markatölu.

Stelpurnar sigruðu Ungverjaland fyrr í dag með einu marki gegn engu. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði sigurmark Íslands.

Þetta er fjórða sinn í röð sem Ísland verður í lokakeppni EM. Þær komust einnig í lokakeppnina árið 2009, 2013 og 2017.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“
433Sport
Í gær

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rekinn frá Liverpool

Rekinn frá Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við