fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Leipzig hafði betur í sjö marka leik

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 2. desember 2020 20:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er lokið í Meistaradeild Evrópu í kvöld. RB Leipzig vann mikilvægan 3-4 útisigur á Istanbul Basaksehir í H-riðli. Krasnodar vann þá 1-0 sigur á franska liðinu Rennes í E-riðli.

Í Tyrklandi mættust heimamenn í Istanbul Basaksehir og þýska liðið RB Leipzig. Yussuf Poulsen kom Leipzig yfir með marki á 26. mínútu. Nordi Mukiele kom Leipzig síðan í stöðuna 0-2 með marki á 43. mínútu. Irfan Can Kahveci minnkaði muninn fyrir heimamenn í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik því 1-2 fyrir Leipzig.

Daniel Olmo skoraði þriðja mark Leipzig á 66. mínútu áður en að tvö mörk frá Kahveci á 72. og 85. mínútu jöfnuðu leikinn fyrir Istanbul. Það var þó nægur tími fyrir eitt mark í viðbót, þar var að verki Alexander Sörloth sem tryggði Leipzig stigin þrjú með marki í uppbótartíma venjulegs leiktíma. Sigurinn kemur Leipzig í 2. sæti riðilsins með 6 stig. Istanbul er í 4. sæti með 3 stig.

Rússneska liðið Krasnodar tók á móti franska liðinu Rennes í E-riðli. Eina mark leiksins kom á 71. mínútu. Þar var að verki Marcus Berg sem tryggði Krasnodar sigur og þrjú stig. Krasnodar situr í 3. sæti riðilsins með 4 stig. Rennes er í 4. sæti með 1 stig.

Istanbul Basaksehir 3 – 4 RB Leipzig 
0-1 Yussuf Poulsen (’26)
0-2 Nordi Mukiele (’43)
1-2 Irfan Can Kahveci (’45+3)
1-3 Daniel Olmo (’66)
2-3 Irfan Can Kahveci (’72)
3-3 Irfan Can Kahveci (’85)
3-4 Alexander Sörloth (’90+2)

Krasnodar 1 – 0 Rennes  
1-0 Marcus Berg (’71)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Eiður Smári laskaður eftir magnaðan feril – „Mér er illt alls staðar, ég get ekki farið út að hlaupa“

Eiður Smári laskaður eftir magnaðan feril – „Mér er illt alls staðar, ég get ekki farið út að hlaupa“
433Sport
Í gær

Nýr Old Trafford fremstur á meðal jafninga í umsókn Bretlands og Írlands til að halda HM

Nýr Old Trafford fremstur á meðal jafninga í umsókn Bretlands og Írlands til að halda HM
433Sport
Fyrir 2 dögum

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“
433Sport
Fyrir 2 dögum

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá