fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Hættir í vinnunni einungis 22 ára gamall – Fékk morðhótanir og hræðileg einkaskilaboð

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 29. nóvember 2020 09:30

Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kvíðinn var klikkaður,“ segir Josh Hope í samtali við SPORTbible en Josh ákvað að leggja skóna á hilluna þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gamall. „Þetta er eitthvað sem ég skildi aldrei almennilega en vissi alltaf af. Ég fór að sofa og kveið fyrir því að vakna og fara á æfingu. Ég gat engan veginn borðað á leikdögum.“

Ástæðan fyrir kvíðanum sem Josh glímdi við er gríðarlegt áreiti á netinu. „Ég er búinn að vera að spila ágætlega en ég var ekki nógu góður alltaf. Ég var ekki þar sem ég vildi vera,“ segir Josh í viðtalinu. „Ég fékk dæmt á mig víti. Það kemur fyrir en eftir þennan leik fékk ég sérstaklega mikið af neikvæðum merkingum á netinu. Þá fékk ég líka mikið af einkaskilaboðum.“

Meðal þess sem fólk sagði við Josh í skilaboðunum voru morðhótanir. „Einn sagði að hann myndi drepa mig ef ég gæfi annað víti. Þetta er hræðilegur vítahringur því þú verður svo hræddur við að klúðra að þú getur ekki spilað almennilega. Þegar þú færð svona mikið hatur þá skiptir ekki máli hvort þú spilir vel í öðrum leikjum, fólk er búið að ákveða hvað því finnst um mann.“

Eftir allt áreitið vildi Josh ekki spila fótbolta lengur. Óttinn og kvíðinn héldu honum aftur og á endanum gat hann ekki spilað sinn besta leik. „Þetta var komið á þann stað að það sem ég elskaði var orðið að því sem ég hataði mest. Mér leið hræðilega þegar ég gerði mér grein fyrir því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Í gær

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“