fbpx
Laugardagur 16.janúar 2021
433Sport

Pascal Gross bjargaði stigi fyrir Brighton á síðustu stundu

Sóley Guðmundsdóttir
Laugardaginn 28. nóvember 2020 14:36

Brighton jafnaði metin í uppbótartíma. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einum leik er lokið í ensku deildinni í dag. Brighton tók á móti Liverpool.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli eftir dramatík í lokin. Heimamenn í Brighton fengu gullið tækifæri til að ná forystu á 20. mínútu. Williams braut á sér innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Neal Maupay fór á punktin og skaut framhjá. Staðan var markalaus þegar flautað var til hálfleiks.

Á 60. mínútu kom Diogo Jota Liverpool yfir. Allt stefndi í að Liverpool myndi komast á topp deildarinnar þar til í uppbótartíma. Boltinn barst inn í teig Liverpool þar sem Robertson mætir til að hreinsa en sparkar í leiðinni í Welbeck, leikmann Brighton. Dómari leiksins skoðaði atvikið í VAR og út frá því dæmdi hann vítaspyrnu.

Pascal Gross fór á punktinn og skoraði af öryggi. Þar með tryggði hann Brighton eitt stig.

Eftir leikinn situr Liverpool í efsta sæti með 21 stig og Brighton í 16. sæti með 10 stig.

Þrír leikir til vibótar fara fram í ensku deildinni í dag. Klukkan 15:00 mætast Manchester City og Burnley. Everton tekur á móti Leeds klukkan 17:30 og lokaleikur dagsins er viðureign West Brom og Sheffield sem hefst klukkan 20:00

Brighton 1 – 1 Liverpool
0-0 Neal Maupay (20′)(Misheppnað víti)
0-1 Diogo Jota (60′)
1-1 Pascal Gross (90+2′)(Víti)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Carragher velur draumalið með leikmönnum Liverpool og United

Carragher velur draumalið með leikmönnum Liverpool og United
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ronaldo í algjörum sérflokki – Sjáðu hvað hann þénar á ári

Ronaldo í algjörum sérflokki – Sjáðu hvað hann þénar á ári
433Sport
Í gær

Tölfræði Liverpool með og án Van Dijk kemur verulega á óvart

Tölfræði Liverpool með og án Van Dijk kemur verulega á óvart
433Sport
Í gær

Carragher segir alla pressuna vera á Liverpool um helgina

Carragher segir alla pressuna vera á Liverpool um helgina
433Sport
Í gær

Segir Manchester United ekki vera á réttum stað í deildinni – „Munu dragast aftur úr“

Segir Manchester United ekki vera á réttum stað í deildinni – „Munu dragast aftur úr“
433Sport
Í gær

Erfitt fyrir leikmenn að fagna ekki mörkum saman – „Reyndu að biðja stuðningsmann um að sitja í sófanum þegar liðið hans skorar“

Erfitt fyrir leikmenn að fagna ekki mörkum saman – „Reyndu að biðja stuðningsmann um að sitja í sófanum þegar liðið hans skorar“
433Sport
Í gær

10 bestu leikmenn heims – Grealish fyrir ofan Salah og Mbappe

10 bestu leikmenn heims – Grealish fyrir ofan Salah og Mbappe
433Sport
Í gær

Aron segir leikmenn Íslands hungraða í að komast á stórmót – „Vita að þetta gæti verið okkar síðasta tækifæri“

Aron segir leikmenn Íslands hungraða í að komast á stórmót – „Vita að þetta gæti verið okkar síðasta tækifæri“