fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Þúsundir vilja láta drepa manninn sem tók mynd af sér með líki Maradona

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 27. nóvember 2020 08:33

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diego Molina sem starfar við að undirbúa lík fyrir kistulagningu og jarðarfarir hefur verið rekinn úr starfi eftir að hann tók mynd af sér með líki Diego Maradona.

„Mér líður illa,“ voru síðustu orð Diego Maradona þegar hann stóð upp frá matarborðinu heima hjá sér og ætlaði að leggjast í rúmið til að hvíla sig og reyna að ná bata. Þessi sextugi fyrrum knattspyrnumaður frá Argentínu lést á heimili sínu í Buenos Aires í Argentínu í fyrradag. Fyrir rúmum tveimur vikum hafði Maradona verið útskrifaður af spítala í borginni eftir að blæðing í heila koma upp. Hann gekkst undir aðgerð og hafði ekki náð bata eftir hana.

Molina sá um að koma á heimili Maradona ásamt samstarfsfélögum til að undirbúa Maradona fyrir kistulagningu.

Líkið var svo flutt í Casa Rosada þar sem Molina var með í för til að undirbúa kistulagningu fyrir fjölskylduna. Þar opnaði hann kistuna og lét taka mynd af sér með Maradona, hann seti hönd sína á höfuð hans og lét smella mynd.

Myndin sem um ræðir, búið er að hylja andlit Maradona.

Skömmu síðar var hann rekinn úr starfi eftir að upp komst um athæfi hans . Molina hefur fengið þúsundir morðhótanna eftir myndina, Maradona er guð í augum margra og að vanvirða hann fer lila í stóran hluta af fólkinu í Argentínu.

„Þetta er Diego Molina, sá sem tók myndina við kistu Maradona,“ skrifar Matias Morla lögfræðingur Maradona um málið og birti mynd af Morla.

„Hann var útfararstjórinn. Diego Molina er svínið sem tók mynd af sér með Maradona. Í minningu vinar míns þá mun ég ekki una mér hvíldar fyrr en að hann tekur út sína refsingu.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Harðneitar að framlengja og áhugi Chelsea eykst

Harðneitar að framlengja og áhugi Chelsea eykst
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Logi Tómasson mætir á Laugardalsvöll á morgun

Logi Tómasson mætir á Laugardalsvöll á morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

KR staðfestir að Atli sé að flytja til Akureyrar – Semur við Þór

KR staðfestir að Atli sé að flytja til Akureyrar – Semur við Þór
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hraunar yfir Garnacho – Mætti með keðju og húfuna til hliðar í gær

Hraunar yfir Garnacho – Mætti með keðju og húfuna til hliðar í gær
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Með furðulega kenningu um slæmt gengi Liverpool

Með furðulega kenningu um slæmt gengi Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hinn bráðefnilegi Valdimar Arnar skrifar undir hjá Fredrikstad – Skoraði 34 mörk í sumar

Hinn bráðefnilegi Valdimar Arnar skrifar undir hjá Fredrikstad – Skoraði 34 mörk í sumar
433Sport
Í gær

Nær óþekkjanlegur þegar hann mætti aftur til vinnu

Nær óþekkjanlegur þegar hann mætti aftur til vinnu
433Sport
Í gær

Opinbera samband sitt með djörfum myndum – Önnur þeirra er nýlega komin úr skápnum

Opinbera samband sitt með djörfum myndum – Önnur þeirra er nýlega komin úr skápnum