fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Þúsundir vilja láta drepa manninn sem tók mynd af sér með líki Maradona

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 27. nóvember 2020 08:33

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diego Molina sem starfar við að undirbúa lík fyrir kistulagningu og jarðarfarir hefur verið rekinn úr starfi eftir að hann tók mynd af sér með líki Diego Maradona.

„Mér líður illa,“ voru síðustu orð Diego Maradona þegar hann stóð upp frá matarborðinu heima hjá sér og ætlaði að leggjast í rúmið til að hvíla sig og reyna að ná bata. Þessi sextugi fyrrum knattspyrnumaður frá Argentínu lést á heimili sínu í Buenos Aires í Argentínu í fyrradag. Fyrir rúmum tveimur vikum hafði Maradona verið útskrifaður af spítala í borginni eftir að blæðing í heila koma upp. Hann gekkst undir aðgerð og hafði ekki náð bata eftir hana.

Molina sá um að koma á heimili Maradona ásamt samstarfsfélögum til að undirbúa Maradona fyrir kistulagningu.

Líkið var svo flutt í Casa Rosada þar sem Molina var með í för til að undirbúa kistulagningu fyrir fjölskylduna. Þar opnaði hann kistuna og lét taka mynd af sér með Maradona, hann seti hönd sína á höfuð hans og lét smella mynd.

Myndin sem um ræðir, búið er að hylja andlit Maradona.

Skömmu síðar var hann rekinn úr starfi eftir að upp komst um athæfi hans . Molina hefur fengið þúsundir morðhótanna eftir myndina, Maradona er guð í augum margra og að vanvirða hann fer lila í stóran hluta af fólkinu í Argentínu.

„Þetta er Diego Molina, sá sem tók myndina við kistu Maradona,“ skrifar Matias Morla lögfræðingur Maradona um málið og birti mynd af Morla.

„Hann var útfararstjórinn. Diego Molina er svínið sem tók mynd af sér með Maradona. Í minningu vinar míns þá mun ég ekki una mér hvíldar fyrr en að hann tekur út sína refsingu.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu fallegt augnablik í dag – Meyr er hann tók við óvæntum glaðningi

Sjáðu fallegt augnablik í dag – Meyr er hann tók við óvæntum glaðningi
433Sport
Fyrir 3 dögum

Ronaldo og félagar vilja ungstirni Börsunga óvænt

Ronaldo og félagar vilja ungstirni Börsunga óvænt