fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Maradona vildi láta rista sig á hol og vera smurður

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 27. nóvember 2020 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diego Maradona var jarðaður í gær í úthverfi Buenos Aires en hann mun hvíla við hlið foreldra sinna. Vinir og fjölskylda Maradona fylgdu honum síðasta sporið.

„Mér líður illa,“ voru síðustu orð Diego Maradona þegar hann stóð upp frá matarborðinu heima hjá sér og ætlaði að leggjast í rúmið til að hvíla sig og reyna að ná bata. Þessi sextugi fyrrum knattspyrnumaður frá Argentínu lést á heimili sínu í Buenos Aires í Argentínu í fyrradag. Fyrir rúmum tveimur vikum hafði Maradona verið útskrifaður af spítala í borginni eftir að blæðing í heila koma upp. Hann gekkst undir aðgerð og hafði ekki náð bata eftir hana.

Maradona vildi hins vegar ekki láta jarða sig, ósk hans var að vera smurður og vera til sýnis eftir andlát sitt. Frá þessu greinir lögmaður hans.

Maradona hafði borið þessa ósk sína upp við vini sína og vildi hann að aðdáendur gætu séð sig hvenær sem er.

„Það kom upp sú hugmynd að reisa styttu af honum en ósk Maradona var að vera smurður,“ sagði lögmaður hans. Fjöl­skylda Mara­dona var ekki á sama máli og var hann jarðaður í gær, tveimur dögum eftir andlát sitt.

Að vera smurður af Vísindavefnum:
Líksmurningin fólst í því að rista líkið á hol frá hálsi til nára og fjarlægja öll líffæri. Skrokkurinn var síðan þveginn og vættur með ediki og loks fylltur með salti og stundum kryddjurtum. Síðan var líkið vafið í lín eða silki. Karla-Magnús (d. 814) og Vilhjálmur sigursæli (d. 1087) voru smurðir á þennan hátt. Í borgarstyrjöldinni í Bandaríkjunum (1861-65) komst hefð á að smyrja lík látinna hermanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Baldur til nýliðanna
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Heimir nefnir stóran mun á íslenska landsliðinu í dag og því sem hann þjálfaði

Heimir nefnir stóran mun á íslenska landsliðinu í dag og því sem hann þjálfaði
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fóru að reikna og komust að því að þetta væri sú stjarnfræðilega upphæð sem kæmi í kassann ef Messi semur

Fóru að reikna og komust að því að þetta væri sú stjarnfræðilega upphæð sem kæmi í kassann ef Messi semur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lögðu út í tug milljóna kostnað en vænta þess að Reykjavíkurborg endurgreiði þeim

Lögðu út í tug milljóna kostnað en vænta þess að Reykjavíkurborg endurgreiði þeim
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Flytja skrifstofur sínar í höfuðstöðvar KSÍ

Flytja skrifstofur sínar í höfuðstöðvar KSÍ
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir að Gyokeres verði að létta sig til að ná árangri

Segir að Gyokeres verði að létta sig til að ná árangri
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Borgaði konunni 160 milljónir fyrir að ræða ekki málin – Neitar fyrir að hafa nauðgað henni 39 sinnum

Borgaði konunni 160 milljónir fyrir að ræða ekki málin – Neitar fyrir að hafa nauðgað henni 39 sinnum