fbpx
Miðvikudagur 20.janúar 2021
433Sport

Arteta lofsyngur Rúnar Alex – Eru fastir í Noregi vegna þoku

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 27. nóvember 2020 09:09

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Alex Rúnarsson stóð vaktina í marki enska liðsins Arsenal er liðið heimsótti norska liðið Molde í Evrópudeildinni í gær.

Nicolas Pepé kom Arsenal yfir með marki á 50. mínútu. Reiss Nelson tvöfaldaði síðan forystu Arsenal með marki á 55. mínútu. Það var síðan ungstirnið Folarin Balogun sem innsiglaði 0-3 sigur Arsenal með marki á 83. mínútu. Arsenal er eftir leikinn í 1. sæti B-riðils með fullt hús stiga eftir 4 leiki. Þetta var annar leikur Rúnars fyrir félagið.

Rúnar fær lof fyrir frammistöðu sína og fær meðal annars 7 í einkunn hjá Sky Sports. Stjóri hans, Mikel Arteta var ánægður með íslenska markvörðiinn.

„Hann er að aðlagast leik okkar, hann er með stóran karaktar og það sást í þessum leik. Rúnar er hugrakkur en er líka með mikil gæði í löppunum. Hann er tilbúinn að taka áhættu þegar hann sér möguleika á því. Hann á bara eftir að bæta sig,“ sagði Arteta að leik loknum.

Bernd Leno hefur átt stöðuna í marki Arsenal en getur Rúnar Alex tekið hana? „Þetta veit maður aldrei, Rúnar þarf að eiga það skilið. Það er mikil samkeppni og það er undir þeim komið.“

Rúnar Alex og félagar áttu að halda til Lundúna eftir leik en vegna þoku sat liðið fast í Noregi í nótt og vonast til að komast til London síðar í dag.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Klúður ársins – „1-0 fyrir Arsenal, hann fer nú ekki að klúðra þaðan“

Klúður ársins – „1-0 fyrir Arsenal, hann fer nú ekki að klúðra þaðan“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Theo Walcott nefnir besta liðsfélaga sinn – „Hann var betri en Thierry Henry“

Theo Walcott nefnir besta liðsfélaga sinn – „Hann var betri en Thierry Henry“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Breiðablik vill kaupa Davíð – Skoða á sama tíma að selja Mikkelsen

Breiðablik vill kaupa Davíð – Skoða á sama tíma að selja Mikkelsen
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tárin renna niður þegar Raggi Sig kveður Kaupmannahöfn – „Þú ert svakaleg fyrirmynd“

Tárin renna niður þegar Raggi Sig kveður Kaupmannahöfn – „Þú ert svakaleg fyrirmynd“
433Sport
Í gær

Sjáðu tölfræðinu – Munurinn á Bruno Fernandes í stórleikjum og þeim sem minni eru

Sjáðu tölfræðinu – Munurinn á Bruno Fernandes í stórleikjum og þeim sem minni eru
433Sport
Í gær

Gary Martin æfir með stórstjörnu í Dubai – „Ég er á floti“

Gary Martin æfir með stórstjörnu í Dubai – „Ég er á floti“