fbpx
Þriðjudagur 19.janúar 2021
433Sport

Vísa því á bug að Guðni og Borghildur hafi verið vanhæf

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 15:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur á ný kveðið upp úrskurð í málefnum KR og Fram er varðar endalok Íslandsmótsins í knattspyrnu. Nefndin telur að KSÍ hafi haft allt regluverk með sér í liði þegar Íslandsmótin voru blásin af vegna COVID-19 veirunnar.

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafði fyrst um sinn ekki viljað taka málið fyrir en Áfrýjunardómstóll KSÍ kvað upp þann dóm að nefndin yrði að taka málið fyrir.

Í úrskurði um mál er fjallað um Guðna Bergsson formann KSÍ og Borghildi Sigurðardóttur varaformann sambandsins. KR-ingar telja í ákæru sinni að þau hafi verið vanhæf til þess að taka ákvörðun um endalok Íslandsmótsins. Guðni sem fyrrum leikmaður Vals og Borghildur sem fyrrum formaður Breiðabliks.

Valur varð Íslandsmeistari í karlaflokki þegar mótið var blásið af og Breiðablik í kvennaflokki, bæði félög höfðu örugga forystu og hefðu líklega unnið deildina hefðu mótin verið kláruð.

„Þá hafi meginþorri stjórnarmanna verið vanhæfir til að taka ákvörðunina þann 30. október 2020 vegna tengsla við félög sem hafi haft hagsmuni af hinni kærðu ákvörðun, sbr. m.a. formaður og varaformaður stjórnar KSÍ. Um þetta vísar kærandi til 1. og 6. tl. stjórnsýslulaga. Þetta leiði til vanhæfis stjórnarinnar í heild á þeim fundi er ákvörðunin var tekin,“ sagði í ákæru KR-inga

Aga og úrskurðarnefnd KSÍ vísar því á bug að Guðni og Borghildur hafi verið vanhæf til þess að taka ákvörðun í málinu.

Þar segir. „Hvað varðar málsástæðu kæranda um vanhæfi formanns og varaformanns stjórnar KSÍ þá áréttar kærði að viðkomandi aðilar gegna hvorki trúnaðarstöfum fyrir umrædd félög né eru fyrirsvarsmenn þeirra. Ekki sé rétt hjá kæranda að engar reglur hafi verið settar um sérstakt hæfi stjórnarmanna. Í grein 16.3. í lögum sambandsins sé kveðið á um það að stjórn KSÍ skuli starfa eftir starfsreglum sem hún setur sér. Núverandi starfsreglur stjórnar séu frá 11. apríl 2019 og í 10. 5 gr. þeirra sé að finna reglur um hæfi stjórnarmanna til að taka þátt í einstaka ákvörðunum stjórnar.“

„Hvorki samkvæmt fyrrgreindum reglum um hæfi, eða samkvæmt reglum stjórnsýslulaga sem kærandi vísi til, hafi formaður eða varaformaður verið vanhæfir til að taka þátt í setningu reglugerðar um viðbrögð við Covid eða taka þátt í hinni kærðu ákvörðun stjórnar KSÍ um að hætta keppni og ákvarða úrslit þann 30. október s.l. Hafi þessir stjórnarmenn engra persónulegra hagsmuna átt að gæta og aðild þeirra að félögum sem töldust sigurvegarar samkvæmt ákvörðun stjórnarinnar hafi heldur ekki þau áhrif að þau teljist hafa „átt sérstaka og verulega hagsmuni að gæta umfram aðra“. Séu þetta jafnframt sömu sjónarmið og almennt séu lögð til grundvallar við mat á hæfi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tárin renna niður þegar Raggi Sig kveður Kaupmannahöfn – „Þú ert svakaleg fyrirmynd“

Tárin renna niður þegar Raggi Sig kveður Kaupmannahöfn – „Þú ert svakaleg fyrirmynd“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir að Thiago geri Liverpool að lélegra liði

Segir að Thiago geri Liverpool að lélegra liði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tókust hart á í beinni útsendingu – „Þú talar eins og United sé lítið félag“

Tókust hart á í beinni útsendingu – „Þú talar eins og United sé lítið félag“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu tölfræðinu – Munurinn á Bruno Fernandes í stórleikjum og þeim sem minni eru

Sjáðu tölfræðinu – Munurinn á Bruno Fernandes í stórleikjum og þeim sem minni eru