Föstudagur 26.febrúar 2021
433Sport

Segir að Liverpool verði ekki flokkað sem frábært lið fyrr en að þetta gerist

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 23. nóvember 2020 10:31

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool vann sannfærandi 3-0 sigur á Leicester City í 9. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Leikið var á Anfield í Liverpool. Liverpool komst yfir í leiknum á 21. mínútu þegar Jonny Evans, leikmaður Leicester, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Diogo Jota tvöfaldaði forystu Liverpool með marki á 41. mínútu eftir stoðsendingu frá Andrew Robertson. Það var síðan Roberto Firmino sem innsiglaði 3-0 sigur Liverpool með marki á 86. mínútu.

Sigurinn færir Liverpool upp í 2. sæti deildarinnar með 20 stig eftir 9 leiki. Liverpool hefur ekki tapað leik á Anfield í 64 leikjum, ótrúlegt afrek.

Patrice Evra fyrrum bakvörður Manchester United var sérfræðingur Sky Sports yfir leiknum og biður hann fólk um að róa sig. „Við verðum að slaka á, þetta eru bara 9 leikir. Ég mun tala um Liverpool sem frábært lið þegar þeir hafa unnið deildina þrjú ár í röð,“ sagði Evra.

„Ef Liverpool mistekst að vinna deildina í ár, þá mun ég aldrei tala um þá sem frábært lið. Þetta snýst um stöðugleika og að vinna deildina ár eftir ár. Þá má kalla þetta Liverpool lið, frábært.“

„Mörg lið hafa unnið deildina og ég mun tala um þá sem besta Liverpool lið sögunnar þegar þeir vinna deildina þrjú ár í röð.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rússagullið klárt fyrir kaup sumarsins

Rússagullið klárt fyrir kaup sumarsins
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Aulabárðurinn Owen birti kostulegt myndband af sér

Aulabárðurinn Owen birti kostulegt myndband af sér
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrirliði Liverpool fór undir hnífinn – Óvíst hvenær hann getur spilað aftur

Fyrirliði Liverpool fór undir hnífinn – Óvíst hvenær hann getur spilað aftur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Alisson í sárum eftir andlát föður síns – Getur ekki mætt í útför hans

Alisson í sárum eftir andlát föður síns – Getur ekki mætt í útför hans
433Sport
Í gær

Telur að Liverpool gæti rekið Klopp – Orðaður við þýska landsliðið

Telur að Liverpool gæti rekið Klopp – Orðaður við þýska landsliðið
433Sport
Í gær

Ancelotti vill vera sem lengst hjá Everton sem sér fram á spennandi tíma

Ancelotti vill vera sem lengst hjá Everton sem sér fram á spennandi tíma