fbpx
Miðvikudagur 27.janúar 2021
433Sport

Slegist á æfingasvæði Arsenal – Luiz gaf liðsfélaga sínum einn á lúðurinn

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 20. nóvember 2020 08:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Luiz varnarmaður Arsenal gaf liðsfélaga sínum einn á lúðurinn á æfingu liðsins fyrir viku síðan. Ensk blöð greina frá því.

David Ornstein virtasti blaðamaðurinn í málefnum Arsenal segir frá þessuí The Athletic.

Luiz varð brjálaður eftir tæklingu frá Dani Ceballos á æfingunni. Ceballos er þekktur fyrir að vera helst til of grófur á æfingum, hann hafði verið varaður áður af leikmönnum að sparka ekki svo harkalega í unga leikmenn félagsins.

Seint á æfinguni fór Ceballos í grófa tæklingu á Luiz sem hafði ekki gaman af. Hann sló til Ceballos sem fékk sár á nefið.

Mikel Arteta og starfslið hans var fljótt til og flautaði æfinguna af og kom þeim félögum í sitthvora áttina, svo ekki myndi sjóða upp úr.

Ceballos og Luiz komu svo á næstu æfingu og tókust í hendur og báðust afsökunar á hegðun sinni.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Thomas Tuchel ráðinn sem stjóri Chelsea (Staðfest)

Thomas Tuchel ráðinn sem stjóri Chelsea (Staðfest)
433Sport
Í gær

Solskjær gæti lánað þrjá og losað sig við tvo til viðbótar á næstu dögum

Solskjær gæti lánað þrjá og losað sig við tvo til viðbótar á næstu dögum