fbpx
Miðvikudagur 02.desember 2020
433Sport

Tíu mestu vonbrigði ársins

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 2. nóvember 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum föstudaginn 30. október, að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppni KSÍ 2020, í samræmi við 5. grein í reglugerð um viðmiðanir og sértækar ráðstafanir vegna heimsfaraldurs kórónaveiru (Covid-19), sem samþykkt var og gefin út júlí síðastliðnum.

Valur er því Íslandsmeistari í karlaflokki en FH, Stjarnan og Breiðablik fá Evrópusæti en lokaniðurstaða er miðuð við meðaltal stiga. Fjórar umferðir voru eftir í deildinni en Valur átti mögulegika á stigameti efstu deildar.

Eins og á hverju sumri eru sumir sem valda vonbrigðum og hér eru þeir tíu aðilar og félög sem ollu mestu vonbrigðum þetta sumarið.

Arnar Gunnlaugsson – Víkingur

Vonbrigðin í Víkinni eru mikil, Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings fór með miklar væntingar inn í mótið en húsið virtist byggt á sandi. Liðið endaði í tíunda sæti deildarinnar og þakkar guði fyrir hversu slök lið Fjölnis og Gróttu voru, í eðlilegu árferði hefði Víkingur verið að berjast fyrir lífi sínu.

Mynd/Helgi Viðar

Anton Ari Einarsson

Breiðablik ákvað að kasta Gunnleifi Gunnleifssyni í kuldann og fá inn Anton Ara Einarsson, fann aldrei sitt gamla form eftir bekkjarsetu á Hlíðarenda í fyrra. Mörg mistök og virtist líða illa í þeim aðstæðum sem Blikar setja markvörð sinn í með spilamennsku sinni

Mynd/Helgi Viðar

Fjölnir

Þetta stóra félag fellur úr efstu deild án þess að vinna leik, skammarleg innkoma inn í efstu deild og þarf félagið á naflaskoðun að halda ef liðið ætlar sér að stefna aftur upp.

Mynd/Sigtryggur Ari

Hallgrímur Mar Steingrímsson

Þessi jafn besti leikmaður KA síðustu ár var hvorki fugl né fiskur í sumar, fjögur mörk í sumar eftir að hafa skorað tíu mörk árið á undan. KA munar um slíkt.

Mynd/Anton Brink

Pálmi Rafn Pálmasson

Eftir að hafa verið jafn besti leikmaður deildarinnar í fyrra var Pálmi ein stærstu vonbrigðin í sumar. Skoraði bara eitt mark sem er það minnsta sem hann hefur gert í meistaraflokki í deildarkeppni.

Guðjón Baldvinsson

Fjögur mörk í ár og vonbrigðin með það eru mikil í Garðabænum, þriðja árið í röð. Hefur skorað tólf deildar mörk á þremur tímabilum, eitthvað sem Stjarnan vill fá frá framherja sínum yfir eitt tímabil.

Morten Beck Andersen

EFtir að hafa bjargað FH á síðustu leiktíð voru vonbrigðin í sumar gríðarleg, virkaði ekki í formi og skoraði bara eitt mark í deildinni.

Magnus Egilsson

Maðurinn sem Heimir Guðjónsson keypti til þess að leysa stöðu vinstri bakvarðar, byrjaði mótið og spilaði illa og var síðan settur í frystikistuna.

Mynd/Helgi Viðar

Óskar Hrafn Þorvaldsson

Með nýjar áherslur í Kópavoginum þá var gengi liðsins í stóru leikjunum slakt, Óskar tók við liði sem var í öðru sæti tímabilin tvö á undan og var gengi liðsins engu betra en í fyrra. Liðið var með 1,7 stig að meðaltali í leik líkt og árið 2019. Óskar þarf að sanna ágæti sitt sem þjálfari í deild þeirra bestu á næstu leiktíð.

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

KR:

Hreint út sagt hræðileg titilvörn, KR vann deildina með stigameti og voru með 2,36 stig að meðaltali í leik. Í sumar var liðið hins vegar með 1,64 stig að meðaltali á leik. Rúnar Kristinsson er með gamalt lið og þarf að fara í uppbyggingu á liðinu, það gæti tekið tíma nú þegar KR fær enga Evrópu peninga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fjórir leikir Zidane til að bjarga starfinu – Pochettino bíður og vonar

Fjórir leikir Zidane til að bjarga starfinu – Pochettino bíður og vonar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir leikstíl Klopp stóra ástæðu þess að leikmenn Liverpool hrynja nú niður

Segir leikstíl Klopp stóra ástæðu þess að leikmenn Liverpool hrynja nú niður
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Clara farin í ÍBV frá Selfossi

Clara farin í ÍBV frá Selfossi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Shaktar Donetsk og Salzburg halda sér á lífi í Meistaradeildinni

Shaktar Donetsk og Salzburg halda sér á lífi í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Hafa til morguns til að gefa út ákæru á Cavani

Hafa til morguns til að gefa út ákæru á Cavani
433Sport
Í gær

Nýjar upplýsingar um andlát Maradona: Hjúkrunarkonan laug – Blandaði saman áfengi og pillum

Nýjar upplýsingar um andlát Maradona: Hjúkrunarkonan laug – Blandaði saman áfengi og pillum