fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Einkunnir þegar Ísland fékk skell í London – Ögmundur bestur

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 18. nóvember 2020 21:38

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið átti aldrei möguleika gegn Englandi í síðasta leik Erik Hamren við stýrið í kvöld. Um var að ræða síðasta leik liðsins í Þjóðadeildinni á þessu tímabili.

Declan Rice og Masoun Mount skoruðu mörk Englands í fyrri hálfleik en þau hefðu hæglega getað orðið miklu fleiri. Ögmundur Kristinsson sem stóð vaktina í marki Íslands í fyrri hálfleik varði vel.

Phil Foden skoraði þriðja mark leiksins eftir 80 mínútna leik og bætti svo við öðru fimm mínútum síðar með glæsilegu skoti. 4-0 tap staðreynd í kveðjuleik Erik Hamren.

Íslenska liðið ógnaði marki Englands einu sinni en Kári Árnason var ekki langt frá því að skora í síðari hálfleik með skalla.

Einkunnir úr leiknum eru hér að neðan.

Byrjunarlið Íslands:
Ögmundur Kristinsson (´46) 7
Bjargaði íslenska liðinu frá niðurlægingu í fyrri hálfleik, gat lítið gert í mörkunum.

Birkir Már Sævarsson (´54) 4
Rekinn af velli á fremur ósanngjarnan hátt í sínum 95 landsleik, var í vandræðum eins og fleiri varnarmenn Íslands í leiknum.

Sverrir Ingi Ingason 4
Varðist af bestu getu en var á köflum í vandræðum

Kári Árnason 5
Mögulega hans síðasti landsleikur, var nálægt því að skora sem hefði verið frábær kveðjustund.

Hjörtur Hermannsson 4
Á enn eftir að sannfæra marga um að hann geti spilað í hjarta varnarinnar hjá landsliðinu.

Ari Freyr Skúlason 5
Lokaði ágætlega á hægri væng Englendinga.

Guðlaugur Victor Pálsson 4
Reyndi og reyndi en stundum er það ekki nóg.

Rúnar Már Sigurjónsson (´62) 4
Náði eins og aðrir á miðju Íslands varla að klukka Englendingana.

Birkir Bjarnason (´88) 4
Tankurinn virtist tómur, þrír leikir á sex dögum fyrir mann sem fær ekkert að spila fyrir félagslið sitt er of mikið.

Albert Guðmundsson (´73) 5
Pressaði og var duglegur en fékk úr litlu að moða.

Jón Daði Böðvarsson (´73) 4
Virðist vanta sjálfstraustið sem gerði hann að frábærum landsliðsanni

Varamenn:

Hannes Þór Halldórsson (´46) 5
Jafnaði met Birkis Kristinssonar yfir flesta landsleiki sem markvörður, 74 stykki. Gat lítið gert í mörkum Phil Foden

Hólmar Örn Eyjólfsson (´62) 5
Ágætis innkoma.

Kolbeinn Sigþórsson (´73)
Spilaði of lítið til að fá einkunn

Jón Dagur Þorsteinsson (´73)
Spilaði of lítið til að fá einkunn

Ísak Bergmann Jóhanneson (´88)
Spilaði of lítið til að fá einkunn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði