fbpx
Miðvikudagur 02.desember 2020
433Sport

Eru bara tveir Íslendingar hæfir í starfið?

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 17. nóvember 2020 12:00

Mynd: Síminn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Bergsson formaður KSÍ og stjórn sambandsins mun á næstu dögum fara í þau mál að finna nýjan landsliðsþjálfara fyrir A-landslið karla. Samningur Erik Hamren er á enda eftir leikinn við England á morgun og hefur hann ekki áhuga á að stýra liðinu áfram.

Hamren greindi frá því um helgina að hann hefði ákveðið að stíga til hliðar eftir að íslenska liðinu mistókst að komast inn á Evrópumótið næsta sumar.

Margir velta því fyrir sér nú hver verður ráðinn í starfið nú þegar ljóst er að einhver kynslóðaskipti eru á næsta leyti. „Landsliðsfyrirliðinn sagði á blaðamannafundi um daginn að gullkynslóðin ætti nóg eftir. Metnaður okkar bestu manna virðist vera til staðar og ef þeir hafa enn hungur í að reyna við annað stórmót verður ráðning næsta þjálfara að ríma við þann metnað,“ sagði Tómas Þór Þórðarson ritstjóri enska boltans við Fréttablaðið um hugsanlegan arftaka Hamren.

Í huga Tómasar eru bara tveir íslenskri þjálfarar hæfir í starfið. „Eini Íslendingurinn, að mínu mati, sem á að vera á blaði er Heimir Hallgrímsson og mögulega Freyr Alexandersson vegna sinna starfa með landsliðinu.“

Tómas segir að KSÍ verði að passa sig á því að láta ekki hugsun um krónur og aura minnka metnaðinn í kringum liðið. „Nöfn eins og Rikard Norling og Bo Henriksen gætu verið spennandi kostir. KSÍ þarf að huga að ýmsu í þessari ráðningu. Að sjálfsögðu þarf að passa budduna en það má ekki láta krónur og aura minnka metnaðinn í ráðningunni því árangur A-landsliðs karla er helsti tekjuliður sambandsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Heitar umræður Í Svíþjóð eftir fréttir um skyndilegt brotthvarf Kolbeins – „Sorglegt“

Heitar umræður Í Svíþjóð eftir fréttir um skyndilegt brotthvarf Kolbeins – „Sorglegt“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool komnir í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar – Porto einnig öruggir áfram

Liverpool komnir í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar – Porto einnig öruggir áfram
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Alisson ekki með Liverpool vegna meiðsla – Kelleher spilar sinn fyrsta Meistaradeildarleik

Alisson ekki með Liverpool vegna meiðsla – Kelleher spilar sinn fyrsta Meistaradeildarleik
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sá fjórði frá Barcelona til Everton?

Sá fjórði frá Barcelona til Everton?
433Sport
Í gær

Konan unga fengið morðhótanir eftir að hafa neitað að heiðra minningu Maradona

Konan unga fengið morðhótanir eftir að hafa neitað að heiðra minningu Maradona
433Sport
Í gær

Brjálaður Benedikt eftir ákvörðun Svandísar: „Í VG er fólk sem hefur engan áhuga og mætti aldrei í leikfimi“

Brjálaður Benedikt eftir ákvörðun Svandísar: „Í VG er fólk sem hefur engan áhuga og mætti aldrei í leikfimi“