fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Fimm þjálfarar sem KSÍ gæti skoðað til að taka við af Erik Hamren

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 13. nóvember 2020 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samningur Erik Hamren sem landsliðsþjálfara Íslands er á enda á næstu dögum eftir að íslenska landsliðinu mistókst að komast inn á Evrópumótið í knattspyrnu. Óvíst er hvort KSÍ muni setjast niður með Hamren og bjóða honum að halda áfram með liðið.

Hamren hefur gert ágætis hluti með íslenska landsliðið en féll á stóra prófinu í gær, eftir að hafa komist inn á tvö stórmót í röð voru gerðar væntingar til þess að liðið kæmist inn á Evrópumótið. Hamren tók við íslenska liðinu eftir Heimsmeistarmótið 2018.

Möguleiki er á því að Guðni Bergsson og stjórn KSÍ skoði aðra kosti en Hamren hefur unnið við erfiðar aðstæður, lykilmenn hafa verið heilsulausir eins og sást á vellinum í gær.

Ef stjórn KSÍ ákveður að fara í breytingar eru hér fimm aðilar sem gætu fengið boð um að taka starfið að sér.

Arnar Þór Viðarsson

Er þessa dagana sterklega orðaður við starfið en Arnar er í dag þjálfari U21 árs landsliðsins og yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ. Hafði þjálfað í Belgíu áður en hann tók til starfa hjá KSÍ, gæti komið til greina ef horft er til þjálfara hér heima.

Getty Images

Stale Solbakken

Solbakken var rekinn úr starfi hjá FCK í síðasta mánuði og hann gæti verið til í að reyna fyrir sér með landsliðið. Gerði gott mót hjá FCK en hefur einnig þjálfað Wolves og Köln.

Anton Brink

Rúnar Kristinsson

Nafnið sem er oftast nefnt til sögunnar þegar eftirmaður Erik Hamren er ræddur, hefur spilað flesta landsleiki fyrir hönd Íslands og hefur náð góðum árangri í þjálfun hjá KR.

Heimir Guðjónsson

Sá íslenski þjálfari sem hefur mesta reynslu í Evrópukeppnum gæti verið kostur fyrir KSÍ að skoða, sigurvegari af guðs náð.

Åge Hareide

Fékk ekki að halda áfram með danska landsliðið þrátt fyrir góðan árangur, leikstíll Hareide gæti hentað íslenska landsliðsins. 67 ára með mikla reynslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Carragher búinn að fá nóg – Segir þessa ákvörðun Slot vera brottrekstrarsök

Carragher búinn að fá nóg – Segir þessa ákvörðun Slot vera brottrekstrarsök
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arteta útskýrir áhugaverða ákvörðun sína

Arteta útskýrir áhugaverða ákvörðun sína
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Svona faldi fyrirsætan að hún væri ólétt í níu mánuði

Svona faldi fyrirsætan að hún væri ólétt í níu mánuði
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tveir sagðir á förum frá United – Annar þeirra kom í sumar

Tveir sagðir á förum frá United – Annar þeirra kom í sumar
433Sport
Í gær

Logi Tómasson mætir á Laugardalsvöll á morgun

Logi Tómasson mætir á Laugardalsvöll á morgun
433Sport
Í gær

Hjörtur Hjartarson snéri aftur á skjáinn um helgina eftir sjö ára frí

Hjörtur Hjartarson snéri aftur á skjáinn um helgina eftir sjö ára frí