fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433

Alfreð: „Ótrúlegt hungur í gamla bandinu að komast inn á eitt stórmót í viðbót“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 8. október 2020 21:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Mér fannst við sterkir og góðir með boltann, rólegir með boltann. Vorum að skapa mikið af færum með þessari ró okkar, skipulagið varnarlega hefur verið gott í mörg, mörg ár. Geggjuð frammistaða varnarlega, skapa ekkert færi úr opnum leik,“ sagði framherjinn Alfreð Finnbogason kátur eftir 2-1 sigur á Rúmeníu í kvöld. Íslenska liðið er nú einu skrefi frá Evrópumótinu á næsta ári, úrslitaleikur gegn Ungverjalandi í nóvember bíður.

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í fyrri hálfleik. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann gerir þetta, það er frábært að vera framherji með svona leikmenn sem sér alltaf einn eða tvo leiki fram í tímann. Slúttin hans eru svo frábær, það er oft algjört grín að fylgjast með þessu hjá honum á æfingum.“

59 stuðningsmenn fengu að mæta á völlinn og um það munar. „Það munar gríðarlega miklu, þetta er svipað í Þýskalandi hjá mér. Þar er byrjað að hleypa inn og það er ótrúlegt hversu miklu þetta munar. Við erum sáttir með að þessir hafi fengið að mæta.“

Þetta íslenska landsliðið er nú einu skrefi frá sínu þriðja stórmóti í röð. „Maður er búinn að finna það í vikunni, þegar menn koma saman að það er svo mikil rútína. Það þarf ekkert að ræða þetta of mikið, það er góður taktur. Það er búið að halda í sama kjarna í átta ár. Það er ótrúlegt hungur í gamla bandinu að komast inn á eitt stórmót í viðbót.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton