fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Hazard sneri aftur og skoraði í sigri

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 31. október 2020 15:08

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid vann góðan 4-1 sigur á Huesca í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Eden Hazard sneri aftur í lið Real eftir meiðsli, hann gerði sér lítið fyrir og skoraði fyrsta mark leiksins. Leikið var á Estadio Alfredo Di Stefano í Madríd.

Mark Hazard kom á 40. mínútu eftir stoðsendingu frá Valverde.

Fimm mínútum síðar var röðin komin að Karim Benzema. Hann tvöfaldaði þá forystu heimanna með marki eftir stoðsendingu frá Lucas.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 54. mínútu. Federico Valverde bætti þá við þriðja marki Real.

Leikmenn Huesca náðu að minnka muninn með marki á 74. mínútu. Þar var að verki David Ferreiro.

Það var hins vegar Karim Benzema sem innsiglaði 4-1 sigur Real með sínu öðru marki í leiknum á 90. mínútu. Real situr eftir leikinn á toppi deildarinnar með 16 stig eftir 7 leiki.

Real Madrid 4 – 1 Huesca 
1-0 Eden Hazard (’40)
2-0 Karim Benzema (’45)
3-0 Federico Valverde (’54)
3-1 David Ferreiro (’74)
4-1 Karim Benzema (’90)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta