fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Foden fær aftur tækifæri eftir hneykslið í Reykjavík

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 30. október 2020 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Phil Foden fær líklega að koma aftur inn í enska landsliðið í komandi verkefni en nýr hópur verður kynntur í næstu viku og ensk blöð fjalla um málið.

Foden var rekinn úr enska landsliðinu ásamt Mason Greenwood í Reykjavík í september eftir að hafa brotið sóttvarnarreglur þegar tvær íslenskar stúlkur mættu á hótelið þeirra.

Foden og Greenwood voru ekki valdir í enska landsliðið í október vegna þess en frábær frammistaða Foden ætti að tryggja endurkomu hans.

Ensk blöð segja ekki öruggt að Greenwood komi strax inn en hann er að komast aftur í gang eftir að hafa verið utan hóps.

Enska liðið mætir Írlandi, Belgíu og Íslandi í byrjun nóvember en Gareth Southgate velur hóp sinn um miðja næstu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mætti með heimatilbúið klám af sér og kærustunni í vinnuna og sýndi öllum – „Nei, nei, þetta er nýja kærastan mín“

Mætti með heimatilbúið klám af sér og kærustunni í vinnuna og sýndi öllum – „Nei, nei, þetta er nýja kærastan mín“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vill ekki snúa aftur til Chelsea – Er orðinn besti vinur Luis Diaz

Vill ekki snúa aftur til Chelsea – Er orðinn besti vinur Luis Diaz
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vill sækja fleiri fyrrum leikmenn Arsenal norður í land

Vill sækja fleiri fyrrum leikmenn Arsenal norður í land
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga