fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Agla María og Sveindís markahæstar – Sonný Lára stóð vaktina vel

Sóley Guðmundsdóttir
Föstudaginn 30. október 2020 20:53

Agla María skoraði þrennu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keppni á Íslandsmótunum í knattspyrnu hefur verið hætt eins og KSÍ greindi frá í dag.

Breiðablik eru Íslandsmeistarar og Valskonur lenda í öðru sæti. Blikakonur og Valskonur eru áberandi á lista yfir markahæstu leikmenn sumarsins.

Agla María Albertsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmenn Breiðabliks, eru markahæstar í Pepsi-max deild kvenna 2020 með 14 mörk í 15 leikjum. Elín Metta Jensen, leikmaður Vals, er þriðja markahæst með 13 mörk í 16 leikjum.

4,4 mörk í leik

Íslandsmeistarar Breiðabliks voru iðnar við markaskorun í sumar. Þær skoruðu 66 mörk í 15 leikjum. Það eru 4,4 mörk í leik.

Leita þarf aftur til ársins 2013 til að finna aðra eins markaskorun.  Árið 2013 varð Stjarnan Íslandsmeistari með fullt hús stiga í 18 leikjum. Það sumar skoruðu þær 69 mörk. Það eru 3,8 mörk í leik.

Til að finna betra hlutfall en í ár þarf að leita áratug aftur í tímann. Árið 2010 varð Valur Íslandsmeistari. Þær skoruðu 82 mörk í 18 leikjum. Það eru 4,5 mörk í leik.

Fyrirmyndar varnarleikur

Varnarleikur Breiðabliks var líka til fyrirmyndar í sumar. Þær fengu á sig þrjú mörk í 15 leikjum. Það eru 0,2 mörk í leik. Sonný Lára Þráinsdóttir stóð vaktina í marki Breiðabliks.

Til að finna annan eins varnarleik í efstu deild kvenna þarf að leita til ársins 2015. Þá varð Breiðablik einnig Íslandsmeistari. Það ár fengu þær á sig fjögur mörk í 18 leikjum. Það eru 0,22 mörk í leik. Sonný Lára stóð einnig í markinu árið 2015.

Sonný Lára Þráinsdóttir fékk á sig þrjú mörk í sumar. Mynd/Helgi Viðar

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þjálfari Alberts Guðmundssonar rekinn úr starfi

Þjálfari Alberts Guðmundssonar rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann situr á gólfinu allan daginn

Útskýrir af hverju hann situr á gólfinu allan daginn
433Sport
Í gær

Rekinn fyrir ellefu mánuðum en Úlfarnir hafa áhuga á honum aftur

Rekinn fyrir ellefu mánuðum en Úlfarnir hafa áhuga á honum aftur