fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Agla María og Sveindís markahæstar – Sonný Lára stóð vaktina vel

Sóley Guðmundsdóttir
Föstudaginn 30. október 2020 20:53

Agla María skoraði þrennu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keppni á Íslandsmótunum í knattspyrnu hefur verið hætt eins og KSÍ greindi frá í dag.

Breiðablik eru Íslandsmeistarar og Valskonur lenda í öðru sæti. Blikakonur og Valskonur eru áberandi á lista yfir markahæstu leikmenn sumarsins.

Agla María Albertsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmenn Breiðabliks, eru markahæstar í Pepsi-max deild kvenna 2020 með 14 mörk í 15 leikjum. Elín Metta Jensen, leikmaður Vals, er þriðja markahæst með 13 mörk í 16 leikjum.

4,4 mörk í leik

Íslandsmeistarar Breiðabliks voru iðnar við markaskorun í sumar. Þær skoruðu 66 mörk í 15 leikjum. Það eru 4,4 mörk í leik.

Leita þarf aftur til ársins 2013 til að finna aðra eins markaskorun.  Árið 2013 varð Stjarnan Íslandsmeistari með fullt hús stiga í 18 leikjum. Það sumar skoruðu þær 69 mörk. Það eru 3,8 mörk í leik.

Til að finna betra hlutfall en í ár þarf að leita áratug aftur í tímann. Árið 2010 varð Valur Íslandsmeistari. Þær skoruðu 82 mörk í 18 leikjum. Það eru 4,5 mörk í leik.

Fyrirmyndar varnarleikur

Varnarleikur Breiðabliks var líka til fyrirmyndar í sumar. Þær fengu á sig þrjú mörk í 15 leikjum. Það eru 0,2 mörk í leik. Sonný Lára Þráinsdóttir stóð vaktina í marki Breiðabliks.

Til að finna annan eins varnarleik í efstu deild kvenna þarf að leita til ársins 2015. Þá varð Breiðablik einnig Íslandsmeistari. Það ár fengu þær á sig fjögur mörk í 18 leikjum. Það eru 0,22 mörk í leik. Sonný Lára stóð einnig í markinu árið 2015.

Sonný Lára Þráinsdóttir fékk á sig þrjú mörk í sumar. Mynd/Helgi Viðar

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal skrifaði söguna í dag

Arsenal skrifaði söguna í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Myndband: Allt brjálað yfir athæfi áhrifavalds í beinni útsendingu – „Það versta sem ég hef séð“

Myndband: Allt brjálað yfir athæfi áhrifavalds í beinni útsendingu – „Það versta sem ég hef séð“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Aftur skoraði Viktor Bjarki í Meistaradeildinni – Sjáðu markið

Aftur skoraði Viktor Bjarki í Meistaradeildinni – Sjáðu markið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

KR staðfestir að Atli sé að flytja til Akureyrar – Semur við Þór

KR staðfestir að Atli sé að flytja til Akureyrar – Semur við Þór
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hraunar yfir Garnacho – Mætti með keðju og húfuna til hliðar í gær

Hraunar yfir Garnacho – Mætti með keðju og húfuna til hliðar í gær
433Sport
Í gær

Líflína fyrir Jack Grealish – Sjáðu hver faðmaði hann á mánudag

Líflína fyrir Jack Grealish – Sjáðu hver faðmaði hann á mánudag
433Sport
Í gær

Knattspyrnukappar vilja kaupa gamla Landsbankahúsið – Fasteignamatið meira en 260 milljónir

Knattspyrnukappar vilja kaupa gamla Landsbankahúsið – Fasteignamatið meira en 260 milljónir