fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Arnór Guðjohnsen braut rifbein og hálsliði í hræðilegu bílslysi – „Ég hugsaði að ég yrði að kveðja fólkið mitt“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 29. október 2020 09:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Guðjohnsen er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Arnór,sem er einn besti knattspyrnumaður Íslandssögunnar, segir í þættinum frá því þegar kraftaverkalæknir á Norðurlandi lagaði meiðsl sem han hafði glímt við í nærri 2 ár.

Arnór átti farsælan feril um langt skeið en glímdi við erfið meiðsli og leitaði nýrra leiða til að ná bata.

,,Ég var búinn að vera meira og minna meiddur í 2 ár eftir að hafa rifið vinstri lærvöðva. Vöðvinn togaði meira að segja beinið með þegar hann rifnaði af því að hann var svo sterkur og rassbeinið togaðist frá. Svo er það þannig að ég er heima í sumarfríi og fer norður á Húsavík til ömmu og það fyrsta sem hún segir: ,,Nú ert þú að fara að hitta Einar lækni frænda þinn á Einarsstöðum. Hann er læknamiðill”. Mér leist mátulega vel á það, en lét slag standa. Þegar við bönkuðum á dyrnar kemur til dyra pínulítill maður sem var eins og álfur í útliti. En þegar hann tók í höndina á mér tók ég eftir því að hann var með risalúkur. Eftir smá spjall biður hann mig um að koma með sér inn í herbergi. Nóttina áður hafði mig dreymt draum þar sem ég ligg á skurðborði og yfir mér stumrar læknir með yfirvaraskegg. Ég sé síðan að á borðinu hjá Einari er mynd af þessum sama manni. Mér krossbrá og segi honum frá þessu og þá svarar hann:

,,Já, hann gerir svolítið í því að láta dreyma sig áður en fólk kemur til mín”

„Þetta átti víst að vera einhver danskur læknir sem var látinn. Svo byrjar Einar þessi að leggja á mig hendur og er með hendurnar yfir mér í svona klukkutíma. Segir svo við mig að ég eigi að hugsa til hans í 5 mínútur næstu tvö kvöld og þá eigi þetta að vera komið. Ég man að ég hugsaði að ég yrði að skamma ömmu fyrir þessa vitleysu, en ég lét til leiðast og settist á stól næstu tvö kvöld og hugsaði til hans. Ég get svo svarið það að svona 2 dögum seinna voru allir verkir farnir eftir tveggja ára basl. Þetta vakti upp rosalegar spurningar hjá mér og breytti mér að vissu leyti.”

Allt frá þessu hefur Arnór verið mjög upptekinn af því hver stóran hlut andlegi þátturinn spilar og það hefur bara aukist.

,,Árið 2014 lendi ég í bílslysi. Ég braut 5 rifbein, vinstra hnéð fór í mask og aftara krossbandið og seinna í ferlinu kom svo í ljós að ég hafði brotið 2 hálsliði, sem uppgötvast ekki fyrr en ári seinna. Þetta fer að ágerast og svo kemur í ljós að hálsliðirnir hanga bara uppi á bólgum sem höfðu harðnað og þær fóru svo að þrýsta á mænuna. Það er haft samband við skurðlækni sem vill gera við þetta fljótt og lýsir því fyrir mér að ég verði settur í svæfingu og öndunarvél og ég hugsaði bara með mér að ég yrði að kveðja fólkið mitt. En þetta gekk vonum framar, en svo eftir aðgerðina er ég búinn að vera bara heima og er orðinn talsvert þunglyndur og sat bara uppi í sófa og horfði á sjónvarpið. Svo ýtir konan mín í mig og segir mér að fara að koma mér af stað, en það er ekki fyrr en ég byrja aftur að hugleiða sem ég fann að allt fór að fara í rétta átt. Fram að því hafði ég bara tengt þetta við fótboltann, en þarna fann ég að þetta jók sjálfstraustið og bætti líðan á allan hátt. Og það er eiginlega út af minni eigin reynslu sem ég vil vekja athygli á mikilvægi þess að skoða þennan þátt bæði hjá íþróttafólki og fólki almennt.”

Arnór hefur nú þróað spilastokk sem tengist knattspyrnu sem er til þess fallinn að fá fólk til að gefa andlegu hliðinni gaum á hverjum degi.

Í Þættinum ræða Sölvi og Arnór um ótrúlegan feril Arnórs, hæðir og lægðir, þar sem inn komu sigurleikir gegn stórveldum Evrópu, erfið meiðsli, samningsleysi á tímum þar sem réttur leikmanna var nánast enginn og margt fleira. Í þættinum fara þeir einnig yfir mikilvægi andlega þáttarins í knattspyrnu og íþróttum, en Arnór vinnur nú hörðum höndum að verkefni sem því tengist.

Þáttinn í heild má sjá hér að neðan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton