fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
433Sport

Ættfræði Ísaks skoðuð í breskum miðlum – Fæðingarstaður hans opnar á stórt tækifæri

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 29. október 2020 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskir fjölmiðlar fjalla mikið um Ísak Bergmann Jóhannesson íslenskan knattspyrnukappa sem er að slá í gegn í Svíþjóð. Ísak leikur með Norrkoping í efstu deild í Svíþjóð og hefur slegið í gegn á þessu tímabili.

Öll stærstu lið Evrópu eru að skoða þennan 17 ára dreng. Liverpool, Manchester United, Juventus og fleiri stórlið hafa sent útsendara til að fylgjast með drengnum leika með Norrköping.

Sænskir fjölmiðlar segja frá því að líkur séu á að Norrköping muni selja Ísak Bergmann í janúar, áhuginn sé slíkur að búast má við tilboði frá stóru félagi.

Enskir miðlar skoða Ísak gaumgæfilega þessa dagana en The Sun skoðar sögu hans og fjölskyldu hans ítarlega í dag.

Jóhannes Karl Guðjónsson bjó sér til gott nafn í enskum fótbolta þegar hann lék með Aston Villa, Wolves, Leicester, Burnley og Huddersfield. Ísak fæddist á Bretlandi árið 2003 þegar Jóhannes lék með Aston Villa. „Ísak fæddist í Sutton Coldfield, aðeins nokkrum kílómetrum frá Villa Park,“ segir í grein The Sun.

„Vegna þess gæti þessi hæfileikaríki kantmaður valið að spila fyrir enska landsliðið, hafi hann áhuga á því,“ segir í grein The Sun. Ísak gæti því valið að reyna að spila fyrir enska landsliðið ef það tækifæri kemur, hann hefur spilað fyrir öll yngri landslið Íslands.

„Vegna þess að hann hefur ekki spilað fyrir A-landslið Íslands, þá getur hann spilað fyrir England.“

The Sun fjallar líka um Guðjón Þórðarson, afa Ísaks sem gerði góða hluti á Englandi með Stoke City. Guðjón er einn færasti þjálfari í sögu Íslands en hann er í dag þjálfari Víkings Ólafsvíkur.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta voru síðustu orð Maradona: „Mér líður illa“

Þetta voru síðustu orð Maradona: „Mér líður illa“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arnór í áfalli: Stóð til að Eiður Smári myndi ljúka ferlinum undir stjórn Maradona

Arnór í áfalli: Stóð til að Eiður Smári myndi ljúka ferlinum undir stjórn Maradona
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stiklað á stóru: Ferill Maradona í máli og myndum

Stiklað á stóru: Ferill Maradona í máli og myndum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Meistaradeild Evrópu: Manchester City áfram í 16-liða úrslit

Meistaradeild Evrópu: Manchester City áfram í 16-liða úrslit