fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Chelsea vann í Rússlandi

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 28. október 2020 19:50

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er lokið í 2. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Chelsea átti ekki í vandræðum er liðið vann 0-4 útisigur á Krasnodar í Rússlandi. Frönsku meistararnir í PSG unnu síðan 0-2 sigur á tyrkneska liðinu Istanbul Basaksehir.

Krasnodar tók á móti enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea í E-riðli. Chelsea fékk vítaspyrnu á 14. mínútu. Jorginho tók spyrnuna en brást bogalistin.

Fyrsta mark leiksins kom á 37. mínútu, þar var að verki Callum Hudson-Odoi sem skoraði eftir stoðsendingu frá Kai Havertz. Chelsea fékk síðan aðra vítaspyrnu á 76. mínútu, nú tók Timo Werner spyrnuna og hann kom Chelsea í stöðuna 0-2.

Hakim Ziyech bætti við þriðja marki Chelsea með marki á 80. mínútu og Christian Pulisic innsiglaði 0-4 sigur liðsins með marki á 90. mínútu.

Chelsea situr í 1. sæti riðilsins með 4 stig eftir 2 leiki.

 

Í H-riðli tók Istanbul Basaksehir á móti frönsku meisturunum í PSG. Moise Kean kom franska liðinu yfir með marki á 64. mínútu. Hann var síðan aftur á ferðinni er hann innsiglaði 0-2 sigur PSG með marki á 79. mínútu.

PSG er sem stendur í 2. sæti riðilsins með 3 stig eftir tvo leiki. Seinna í kvöld mætast Manchester United og RB Leipzig og úrslitin úr þeim leik gætu fært PSG neðar í riðlinum.

E-riðill
Krasnodar 0 – 4 Chelsea

0-1 Callum Hudson-Odoi (’37)
0-2 Timo Werner (’76)
0-3 Hakim Ziyech (’80)
0-4 Christian Pulisic (’90)

H-riðill 
Istanbul Basaksehir 0 – 2 PSG
0-1 Moise Kean (’64)
0-2 Moise Kean (’79)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vill ekki snúa aftur til Chelsea – Er orðinn besti vinur Luis Diaz

Vill ekki snúa aftur til Chelsea – Er orðinn besti vinur Luis Diaz
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Komust á HM í vikunni en Trump hefur bannað öllum frá landinu að ferðast til Bandaríkjanna

Komust á HM í vikunni en Trump hefur bannað öllum frá landinu að ferðast til Bandaríkjanna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Félag Alberts horfir til London

Félag Alberts horfir til London
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vill sækja fleiri fyrrum leikmenn Arsenal norður í land

Vill sækja fleiri fyrrum leikmenn Arsenal norður í land